Tuesday, August 30, 2005


Við Skarphéðinn fórum í heimsókn til Örju og Aino Linneu í gær. Arja er með mjög græna fingur - eins og aðeins sést á þessari mynd af Skarphéðni á svölunum hennar - sem eru mjög blómlegar núna. Við skoðuðum líka kolonilottinn sem hún er nýbúin að fá (svona reitur til að rækta eitthvað á) - eftir að við höfðum borðað gómsætan lífrænt ræktaðan málsverð og tertu (m.a. með sólberjum úr kolonilotten), þannig að þetta var mjög græn og skemmtileg heimsókn.... :-).
Hér eru fleiri grænar myndir frá deginum.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hva, er bara ALLTAF sól í Svíþjóð eða hvað eiginlega??? Segi ég, í rigningunni á Íslandi. Það er búið að vera frekar ömurlegt sumar hér, einn og einn sólardagur inn á milli.
E

12:25 pm  
Anonymous Anonymous said...

Já já, það er búið að vera voða fínt veður undanfarið hér. Sem er nú allt í lagi, það var hundleiðinlegt á meðan góða veðrið var á Íslandi (17. - 27.júlí ca.). Svo skrítið að það virðist aldrei vera gott veður á sama tíma á Íslandi og í Sverige ? Er kannski þannig að ef það er hæð yfir Íslandi hrekjast lægðirnar yfir til okkar - og öfugt....?
hs.

1:11 pm  

Post a Comment

<< Home