Strandarferð
Í dag fórum við Freyr og skrifuðum okkur inn á Danderyds sjukhus, og hittum skurðlækni, ljósmóður og svæfingarlækni í sambandi við keisaraskurðinn í næstu viku (9.júlí), og fengum að vita hvernig þetta mun ganga fyrir sig o.s.frv. Hittum sama skurðlækni og ljósmóður og tók á móti Skarphéðni fyrir 4 árum. Það eru víst gerðir allt að 6 svona skipulagðir keisaraskurðir á dag á þessari deild, eða um 1200 á ári - þannig að þetta ætti ekki að vefjast mikið fyrir þeim....
Seinni partinn fórum við Skarphéðinn svo með Hrefnu á ströndina til að busla smá.... :-)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home