Blátt eða bleikt ?
Jæja, búið að skola úr pínkulitlu ungbarnafötunum hans Skarphéðins.
Ansi mikið blátt allt saman.
Freyr bauðst til að bleikja fötin bara öll á einu bretti einsog honum einum er lagið með því að skella einhverju vel rauðu með þeim í næstu vél.
Held ekki.
Fyrir neðan: Mjög svo svenskur drekkutími, bullar og saft.
Með Hugo úr næsta húsi - sem er mikið átrúnaðargoð Skarphéðins, enda 5 og hálfs árs. Þeir leika mikið saman núna alla daga. Og Ella litla systir hans 3ja ára dröslast á eftir þeim útum allt.
Skarphéðinn gerir allt eins og Hugo, og segir helst það sama og hann.
Dæmi um samræður þeirra á milli þar sem Skarphéðinn kannar hvort áhugi sé fyrir því hjá Hugo að fara út á róló:
Skarphéðinn: Nu skall jag gå till lekparken.
Hugo: Inte jag.
Skarphéðinn: Inte jag heller.
2 Comments:
æææ krúttlegt!
E
sko bæði bláu stelpufötin og samræðurnar milli strákanna :)
E
Post a Comment
<< Home