Monday, June 30, 2008

Man får vara glad för det lilla....

Í dag er fyrsti dagurinn í sumarfríinu, sem svo breytist í laaangt (sænskt) fæðingarorlof. Ég (HS) var með mikil plön í byrjun dagsins - t.d. um að sortera og þvo barnafötin af Skarphéðni, byrja með e.k. paník-hreiðurgerð (eru jú bara 9 dagar þar til Daman kemur! ), taka til og þrífa o.s.frv. En, það fór öðruvísi.... enda borgar sig ekki að vera með neitt stress eða æsing - draslið fer jú ekki neitt ....!?!

Í lok dags var uppskeran þessi: búin að leysa eitt Sudoku úr blaðinu (þá léttari - heilastarfsemin er held ég þegar komin í nýmóðurdvalann og býður ekki uppá annað), og festa tölur á litla peysu sem ég prjónaði í vetur. Í Febrúar nánar tiltekið - enda er þetta February baby sweater eftir legendina Elizabeth Zimmermann.

Ja, man får vara glad för det lilla.....


Merkilegt með þessa peysu, að þegar hún liggur á borðinu virðist hún bara nokkuð normal sona 6 mánaða peysa, en í grasinu á bakvið HNÖTTINN sýnist hún passa fyrir hamstur - eða í mesta lagi kött.






1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þetta er rosalega falleg peysa hjá þér :) æði.
E

11:05 am  

Post a Comment

<< Home