Sunday, June 29, 2008

Tvöfalt afmæli


Í dag fórum við í tvöfalda afmælisveislu hjá Írisi og Söru Guðjónsdætrum. Það var þvílíka fjörið, og allt fullt af krökkum - aðallega prinsessum. Og svo mikið um að vera - sundlaugarskvamp og annað - að ég bara hafði ekki rænu á að draga upp myndavélina fyrr en allt var farið að róast og nánast bara við eftirlegukindurnar eftir.... :-)
Þá festi ég hjónaleysin og jafnaldrana Söru og Skarphéðinn á pixla. Þau eru svo sæt saman... leiðast útum allt og leika mikið saman. Og Sara alltaf svo ótrúlega góð við Skarphéðinn þó hann get verið með þvílíka stæla og vitleysisgang....!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home