Utflykt í sveitina
Við fórum í bíltúr og smá pikknikk í dag. Í þeim tilgangi að skoða okkur um í sveitinni okkar Vallentuna og sjá eitthvað nýtt. Fórum að Angarnsjöängen, sem er friðað svæði við vatn þar sem mikið fuglalíf er - og líka mikið af rúnasteinum frá víkingatímanum. Ein af rúnristunum er reyndar talin um 3-4000 ára gömul, eða frá bronsöld. Sýnir hesta og skip.
Frey fannst miklu meira varið í uppgötvun tvö: Að Ländia kókósbollurnar eru framleiddar hér rétt hjá, og varð mjög glaður að uppgötva fabrikförsäljning (verksmiðjusölu) á kókósbollunum í vegasjoppunni Roslagsstoppet. Fórum þaðan út með ekki færri en sextíu og eitthvað kókósbollur....!!!!
No comment.
Efstu myndina tók Skarphéðinn myndasmiður með meiru.
Rúnasteinarnir frá víkingatímanum virðast hafa verið eins konar legsteinar - bara einsog í dag. Á þessum stendur; Jofrid lét höggva þennan stein eftir "Spjälle" mann sinn.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home