Skarphéðinn 4ra ára!!
Skarphéðinn verður 4ra ára 8.júlí, en hélt uppá afmælið sitt í dag, 4.júlí. 9.júlí er jú mamma að fara á spítalann til að "ná í litlu systur úr maganum" - og vildi ekki vera að standa í barnaafmælisstússi deginum áður - svona á síðustu metrunum. Plús það að daman gæti jú ákveðið að koma fyrr - og þá yrði kannski lítið um afmælishald.
Allavega, afmælið var mjög skemmtilegt og gríslingarnir skemmtu sér konunglega. Marta amma Hrefnu sagði einhvern tíman að það að standa í barnaafmæli væri einsog að vera úti að moka skurð í hálfan dag - maður verður álíka þreyttur.
Sammála.
Samt var þetta afmæli uppá sænska mátann = minimum fyrirhöfn; keypt krakkaísterta, keyptir kanelsnúðar, en reyndar bökuð súkkulaðikaka (keypt kökumix!), og pönnsur með sykri (sem sænsku krakkarnir kunnu ekkert á - rúlluðu í sundur og báðu um sultu á!!)
Enda eru krakkarnir sko ekki að koma til að borða - rétt nörtuðu í ístertuna og kroppuðu nokkur nammi af kökunni - flýttu sér svo að leika :-).
Við Freyr erum ennþá soldið áhyggjufull yfir því að við verðum kannski kærð útaf þessu afmæli - sbr. fréttina af stráknum í Lundi sem bauð öllum í bekknum í 8 ára afmælið sitt nema tveimur, og var kærður fyrir.... Við buðum nefnilega bara 1 nágrannastrák + systur, 1 íslenskri fjölskyldu, og 3 úr leikskólanum (sem eru reyndar allir strákarnir á deildinni sem ekki eru farnir í frí).
En ég - mamman get kannski skaffað mér læknisvottorð um að ég sé höggravid og megi bara hafa x marga krakka í barnaafmæli.....
1 Comments:
Já, það er óskandi að þið lendið ekki í málaferlum....
Til hamingju með afmælisveisluna!
Hjödda
Post a Comment
<< Home