Sunday, April 10, 2005

Handmade bikini (100% akrýl - jæks!)


Haldiði ekki að ég (Halldóra) hafi prjónað bikiní á unglinginn !!!!????
Eftir pöntun - úr bókinni Stitch´n bitch handbook. Og það féll þvílíkt vel í kramið. Eins gott, nú þegar sumarið nálgast einsog óð fluga.
Nei það er ekki úr ull..... er úr 100% gerviefni - sem ég kaupi annars Aldrei - bara núna, svo þetta þoli að blotna og taki ekki 7 daga að þorna.... (!)


Mamma er ennþá á spítala heima á Íslandi (4. vikan!) , er betri af lungnabólgunni, en er enn ansi slöpp. Hún er búin að vera í ýmsum rannsóknum, og nú hefur komið í ljós að hún á við einhvers konar hjartavandamál að stríða, sem líklegast er ástæðan fyrir því hvað hún hressist hægt. Henni líður samt sæmilega, en er voða orku- og úthaldslaus, og fær t.d. ennþá súrefni.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jesús minn hvað þetta er kúl hjá þér! Og það sem er meira kúl er að unglingnum finnst þetta líka kúl og það er nú frábær viðurkenning!! Þvílíka prjónakellingin, ég segi það aftur og aftur og aftur...!
Erla

11:55 pm  

Post a Comment

<< Home