Barcelona!
Ég var duglegur að hjálpa Hrefna stóru systur að pakka fyrir Barcelona ferðina (eins og sést hér á myndinni þar sem ég er að dreifa úr og fara í gegnum tampongana hennar). En hún fór með spænskubekknum í 5 daga til Barcelona eldsnemma á sunnudagsmorgninum.
Já pían!!! Vá, verður örugglega svaka gaman.
Á næsta ári fer hún svo í menntó! Já, tíminn flýgur hratt á gervihnattaöld....
Hér er um marga og mismunandi skóla að velja, og skólinn sem hún valdi heitir Täby Enskilda Gymnasium, og býður aðallega uppá ýmis konar fjölmiðlaprógrömm. Þannig að hún mun t.d. læra - ásamt hefðbundnum fögum - eitthvað einsog ljósmyndun og framköllun, grafíska hönnun, heimasíðugerð og internet dótarí, útvarps- og sjónvarpsmál o.þ.h. Krakkarnir í skólanum reka m.a. eigin útvarpsstöð, og sjónvarpsstöð sem sendir út til 17.000 heimila hér í norður Stokkhólmi. Mjög skemmtilegt, hentar dömunni örugglega bara vel.
Ekki sakar, að kærastinn og vesputöffarinn Per er líka í þessum skóla....:-)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home