Friday, October 08, 2004

Extreme makeover


Jæja, þá er Hrefna orðin Brunette!! Með Schwartzkopf hárskoli (nr.65). Við hjálpuðumst að við þessa extreme makeover (sem á að endast í 24 hárþvotta) í gærkvöldi. Og daman er núna rosa ánægð með breytinguna og finnst hún vera ÆÐISLEG :-). Af þeim ca. 70 myndum sem við/hún smellti af sér með hinn nýja háralit, má hér sjá nokkrar.
Posted by Hello


Svona leit Hrefna út fyrir Extreme makeover.... Posted by Hello

Thursday, October 07, 2004

Island - här kommer vi!

Já, nú fer að styttast í að við Skarphéðinn förum til Íslands í heimsókn (jibbi!). Við förum þann 10. október, og komum aftur hingað til baka til Stokkhólms 30. október. Hrefna og Freyr verða eftir heima í Stokkhólmi, og verða bara að rífast við hvort annað á meðan....

Einhver spurði mig hvort ég hefði ekki áhyggjur af því að vera að fljúga ein með Skarpa og allan okkar farangur, núna þegar við förum til Íslands. En ónei, ég er orðin vön. Þið ættuð að sjá mig stundum hérna í verslunarmiðstöðunum. Einsog síðast.... Þá var Skarpi orðinn þreyttur á því að vera í Baby Björn pokanum framan á mér, svo ég tók hann og hélt á honum á maganum með annarri hendi og var með Baby Björn pokann flaksandi opinn niðrá kálfa (já það var nú kanski óþarfi) Svo var ég með slatta af innkaupapokunum í hinni hendinni, og með töskuna mína á annarri öxlinni fulla af bleyjum (og fötum sem Skarpi var búinn að ræpa (útfyrir bleyjuna) í). Og.... síðan var ég með föt á herðatré sem ég var að ná í úr hreinsun, hangandi einhvern vegin á Baby Björn pokanum á öxlinni! (ég man ég var á tímabili að spá í hvort ég gæti tekið við herðatrénu í munninn. Ég hefði þá getað beðið kallinn um að opna dyrnar fyrir mig bara útum samanbitnar tennurnar og annað munnvikið: "Kan du vara snäll och öppna dörren!"). Ætli ég hafi síðan ekki plokkað bíllyklana uppúr vasanum með annarri stórutánni þegar við komum útað bílnum....


Wednesday, October 06, 2004


Skarpi kann að leika sér með dót! Eins og t.d. þennan hring :-)
Hann er svona um það bil að uppgötva hendurnar á sér, og er að berjast við að ná stjórn á þeim. Og allt sem hann nær að klófesta fer beint uppí munn - ef hann hittir (hann reynir allavega!). En svo kann hann ekki að sleppa, og verður síðan hundpirraður þegar hendurnar á honum eru "fastar" á dótinu.... :-) Þá þarf mamma að koma og plokka upp einn og einn putta með valdi, og flýta sér að rífa það í burtu áður en puttarnir læsast um það aftur...

Svo finnst honum líka mjög gaman að horfa á óróa eða eitthvað litríkt dót - og í spegil líka. Hlær og skríkir þegar hann sér sjálfan sig! Nú er hann orðinn 3ja mánaða (já tíminn flýgur) og orðinn tæplega 6 kíló og 60 centimetrar, miðað við 3,6 kg og 49 cm við fæðingu. Hann er farinn að sofa lengur á nóttunni, eða allt að 5-6 tíma, og sefur tvisvar úti í vagni á daginn yfirleitt í 2-3 tíma ca. í hvort skipti. Orðin svona meiri regla og rútína á þessari elsku.
Posted by Hello

Tuesday, October 05, 2004

Skarphéðinn Skarphéðinsdóttir


Já, Skarphéðinn Skarphéðinsdóttir kallast sonurinn í svenska kerfinu. Það er soldið skrítið að sjá þessa utanáskrift á pósti sem kemur til hans (sem reyndar er ekki mikill - en einhver þó, frá heilsugæslunni og svo erum við t.d. búin að troða honum í bókaklúbb sem sendir honum fréttabréf (og naganlegar bækur), og svo keppast bleyjufyrirtækin um athygli hans). Börnin fá semsagt automatískt eftirnafn mömmu sinnar, og í þessu tilfelli kemur það mjög einkennilega út, vægast sagt. En nú erum við búin að skrá sérstaklega eftirnafnið hans hjá Skatteverket, þannig að þetta ætti að fara að breytast - í Skarphéðinn Freysson. Svo er hann búinn að fá eitt nafn í viðbót: Skarphéðinn Arnar Freysson heitir drengurinn nú fullu nafni (já einmitt, hvað eru mörg "R" í því?!). Þar sem við erum viss um að hann verði stórmenni af einhverjum toga, fannst okkur vissara að setja á hann kjarnyrt og gerðarlegt íslenskt nafn.... :-)

Posted by Hello

Monday, October 04, 2004

Vorboðinn ljúfi


Já, þá er búið að pota nokkrum laukum niður í garðinn okkar. Sem svo vonandi pota sér upp í vor einhvern tíman, ljúfur vorboði. Verður örugglega fínt einmitt þegar þeir Skarphéðinn og pabbi fara að vera heima saman í vor. Geta rannsakað garðinn (heiminn!) og sumarkomuna saman :-)

Annars er mismunandi hvað "vorboði" er í huga fólks. Þegar við áttum heima á Rauðarárstígnum bjuggu mótorhjólatöffarar í íbúðinni beint á móti okkur. Síðla veturs - eða snemma vors fór að koma í þá mikill fiðringur og umgangur á stigaganginum jókst til muna. Stundum var hreinlega einsog það væri verið að halda árshátíð leðurklæddra þarna á ganginum eða í gættinni hjá þeim, allt var fullt af svona mótorhjólaköppum, svartleðruðum frá toppi til táar. Þeir voru þá búnir að þreyja langan þorrann með hjólin geymd einhver staðar í bílskúr allan veturinn, en voru nú að vakna af dvalanum. Já, fyrir sumum er vorboðinn ljúfi leðurklæddir mótorhjólatöffarar....
Posted by Hello

Sunday, October 03, 2004


Skarpi kominn í skápeysuna! Mamma fór í prjónakaffi í gær í 2 tíma og kláraði hana :-). Hún er semsagt hneppt á hliðunum sitthvoru megin, kemur svona á ská... þess vegna kalla ég hana skápeysu. Hún er bara aaaaðeins of stór, enda fyrir 6 - 9 mánaða. Skarpa er alveg sama um það. Posted by Hello

Saturday, October 02, 2004


Terese vinkona Hrefnu kom heimsókn í gær og gaf Skarpa lítið ljón sem hún var búin að kaupa handa honum. Algjör dúlla! Posted by Hello

Friday, October 01, 2004

Bumbuskólafélagarnir


Já, í gær hittum við foreldrana sem við vorum með í foreldrafræðslu í vor - í þetta skipti með börnin með! Það var mjög gaman að sjá hvað kom útúr öllum þessum bumbum, og hér eru þeir bumbubúarnir Fredrik, Jimmie, Victor, Alice, Skarphéðinn og Ludwig (það er hægt að klikka á myndina til að stækka hana). Af þessum 6 börnum voru 5 strákar og bara 1 stelpa (!). 4 fæddust með keisaraskurði, þar af einn planeraður (Skarpi), hinir vegna vandkvæða: Jimmie og Ludwig færðust ekki niður í fæðingunni, hjartslátturinn fór að dvína eftir langdregnar hríðir og það var gerður akút keisari. Alice óx svo illa í maganum svo hún var tekin út 6 vikum fyrir tímann með keisaraskurði, og óx eftir það betur, en hún er voða lítil, enda var hún bara 1,5 kíló þegar hún fæddist. Bara Fredrik fæddist á venjulegan hátt án "vandkvæða", en mamma hans fékk reyndar meðgöngueitrun sem uppgötvaðist í eða eftir fæðinguna (aldrei heyrt um það). Victor fæddist á venjulega hátt, en það þurfti að nota sogklukku. Þannig að það var "eitthvað hjá öllum".

Börnin voru ótrúlega ólík í útliti, (ó)hljóðum, og hegðun; hvernig þau sofa á nóttunni o.þ.h. Sum voru með hár niðrá axlir (ókei, næstum), sum eru mjög óróleg á kvöldin og vilja þá helst hanga á brjóstunum - sum grenja útí eitt á kvöldin, sum eru endalaust að vakna á nóttunni til að drekka, og sum vakna kl, 5 og halda að það sé kominn dagur, o.s.frv. Já, ótrúlegt hvað þetta eru ólíkir einstaklingar, en öll voru þau algjörar dúllur.
Og Skarpi náttúrulega Mesta dúllan! :-)
Posted by Hello