Thursday, October 07, 2004

Island - här kommer vi!

Já, nú fer að styttast í að við Skarphéðinn förum til Íslands í heimsókn (jibbi!). Við förum þann 10. október, og komum aftur hingað til baka til Stokkhólms 30. október. Hrefna og Freyr verða eftir heima í Stokkhólmi, og verða bara að rífast við hvort annað á meðan....

Einhver spurði mig hvort ég hefði ekki áhyggjur af því að vera að fljúga ein með Skarpa og allan okkar farangur, núna þegar við förum til Íslands. En ónei, ég er orðin vön. Þið ættuð að sjá mig stundum hérna í verslunarmiðstöðunum. Einsog síðast.... Þá var Skarpi orðinn þreyttur á því að vera í Baby Björn pokanum framan á mér, svo ég tók hann og hélt á honum á maganum með annarri hendi og var með Baby Björn pokann flaksandi opinn niðrá kálfa (já það var nú kanski óþarfi) Svo var ég með slatta af innkaupapokunum í hinni hendinni, og með töskuna mína á annarri öxlinni fulla af bleyjum (og fötum sem Skarpi var búinn að ræpa (útfyrir bleyjuna) í). Og.... síðan var ég með föt á herðatré sem ég var að ná í úr hreinsun, hangandi einhvern vegin á Baby Björn pokanum á öxlinni! (ég man ég var á tímabili að spá í hvort ég gæti tekið við herðatrénu í munninn. Ég hefði þá getað beðið kallinn um að opna dyrnar fyrir mig bara útum samanbitnar tennurnar og annað munnvikið: "Kan du vara snäll och öppna dörren!"). Ætli ég hafi síðan ekki plokkað bíllyklana uppúr vasanum með annarri stórutánni þegar við komum útað bílnum....


1 Comments:

Blogger Erla said...

Wow! Já, þetta er svaka hæfileiki sem sumar mömmur ná að þróa með sér! Sé þetta alveg fyrir mér með herðatrén í munninum... hahahahahaahah...! Multitaksmamma með meiru!

1:35 am  

Post a Comment

<< Home