Monday, October 04, 2004

Vorboðinn ljúfi


Já, þá er búið að pota nokkrum laukum niður í garðinn okkar. Sem svo vonandi pota sér upp í vor einhvern tíman, ljúfur vorboði. Verður örugglega fínt einmitt þegar þeir Skarphéðinn og pabbi fara að vera heima saman í vor. Geta rannsakað garðinn (heiminn!) og sumarkomuna saman :-)

Annars er mismunandi hvað "vorboði" er í huga fólks. Þegar við áttum heima á Rauðarárstígnum bjuggu mótorhjólatöffarar í íbúðinni beint á móti okkur. Síðla veturs - eða snemma vors fór að koma í þá mikill fiðringur og umgangur á stigaganginum jókst til muna. Stundum var hreinlega einsog það væri verið að halda árshátíð leðurklæddra þarna á ganginum eða í gættinni hjá þeim, allt var fullt af svona mótorhjólaköppum, svartleðruðum frá toppi til táar. Þeir voru þá búnir að þreyja langan þorrann með hjólin geymd einhver staðar í bílskúr allan veturinn, en voru nú að vakna af dvalanum. Já, fyrir sumum er vorboðinn ljúfi leðurklæddir mótorhjólatöffarar....
Posted by Hello

0 Comments:

Post a Comment

<< Home