Friday, October 01, 2004

Bumbuskólafélagarnir


Já, í gær hittum við foreldrana sem við vorum með í foreldrafræðslu í vor - í þetta skipti með börnin með! Það var mjög gaman að sjá hvað kom útúr öllum þessum bumbum, og hér eru þeir bumbubúarnir Fredrik, Jimmie, Victor, Alice, Skarphéðinn og Ludwig (það er hægt að klikka á myndina til að stækka hana). Af þessum 6 börnum voru 5 strákar og bara 1 stelpa (!). 4 fæddust með keisaraskurði, þar af einn planeraður (Skarpi), hinir vegna vandkvæða: Jimmie og Ludwig færðust ekki niður í fæðingunni, hjartslátturinn fór að dvína eftir langdregnar hríðir og það var gerður akút keisari. Alice óx svo illa í maganum svo hún var tekin út 6 vikum fyrir tímann með keisaraskurði, og óx eftir það betur, en hún er voða lítil, enda var hún bara 1,5 kíló þegar hún fæddist. Bara Fredrik fæddist á venjulegan hátt án "vandkvæða", en mamma hans fékk reyndar meðgöngueitrun sem uppgötvaðist í eða eftir fæðinguna (aldrei heyrt um það). Victor fæddist á venjulega hátt, en það þurfti að nota sogklukku. Þannig að það var "eitthvað hjá öllum".

Börnin voru ótrúlega ólík í útliti, (ó)hljóðum, og hegðun; hvernig þau sofa á nóttunni o.þ.h. Sum voru með hár niðrá axlir (ókei, næstum), sum eru mjög óróleg á kvöldin og vilja þá helst hanga á brjóstunum - sum grenja útí eitt á kvöldin, sum eru endalaust að vakna á nóttunni til að drekka, og sum vakna kl, 5 og halda að það sé kominn dagur, o.s.frv. Já, ótrúlegt hvað þetta eru ólíkir einstaklingar, en öll voru þau algjörar dúllur.
Og Skarpi náttúrulega Mesta dúllan! :-)
Posted by Hello

2 Comments:

Blogger Erla said...

Hittist þið reglulega eða? Sniðugt!

2:12 pm  
Blogger Halldóra said...

Þetta er í fyrsta skiptið sem við hittumst, og ákváðum að hittast einu sinni enn amk., svo sjáum við til. En hérna í Sverige eru líka s.k. foreldrahópar, sem eru skipulagðir af heilsuverndarstöðinni, þar hittast mömmur úr sama hverfi með börnin (hvort sem maður hefur verið í foreldrafræðslunni eða ekki), ég er reyndar ekki byrjuð í því...

2:38 pm  

Post a Comment

<< Home