Tuesday, October 05, 2004

Skarphéðinn Skarphéðinsdóttir


Já, Skarphéðinn Skarphéðinsdóttir kallast sonurinn í svenska kerfinu. Það er soldið skrítið að sjá þessa utanáskrift á pósti sem kemur til hans (sem reyndar er ekki mikill - en einhver þó, frá heilsugæslunni og svo erum við t.d. búin að troða honum í bókaklúbb sem sendir honum fréttabréf (og naganlegar bækur), og svo keppast bleyjufyrirtækin um athygli hans). Börnin fá semsagt automatískt eftirnafn mömmu sinnar, og í þessu tilfelli kemur það mjög einkennilega út, vægast sagt. En nú erum við búin að skrá sérstaklega eftirnafnið hans hjá Skatteverket, þannig að þetta ætti að fara að breytast - í Skarphéðinn Freysson. Svo er hann búinn að fá eitt nafn í viðbót: Skarphéðinn Arnar Freysson heitir drengurinn nú fullu nafni (já einmitt, hvað eru mörg "R" í því?!). Þar sem við erum viss um að hann verði stórmenni af einhverjum toga, fannst okkur vissara að setja á hann kjarnyrt og gerðarlegt íslenskt nafn.... :-)

Posted by Hello

3 Comments:

Blogger Erla said...

Til hamingju með nýja nafnið Skarphéðinn ARNAR :) Rosalega fallegt nafn :))) Hlakka svo til að sjá þig litli frændi og knúsa þig ....!

1:33 am  
Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

1:33 am  
Blogger Halldóra said...

Ég tók þetta komment bara burt af því að það var kópía af því fyrsta. Það hafði semsagt bara birst tvisvar.
HS

8:27 am  

Post a Comment

<< Home