Wednesday, October 06, 2004


Skarpi kann að leika sér með dót! Eins og t.d. þennan hring :-)
Hann er svona um það bil að uppgötva hendurnar á sér, og er að berjast við að ná stjórn á þeim. Og allt sem hann nær að klófesta fer beint uppí munn - ef hann hittir (hann reynir allavega!). En svo kann hann ekki að sleppa, og verður síðan hundpirraður þegar hendurnar á honum eru "fastar" á dótinu.... :-) Þá þarf mamma að koma og plokka upp einn og einn putta með valdi, og flýta sér að rífa það í burtu áður en puttarnir læsast um það aftur...

Svo finnst honum líka mjög gaman að horfa á óróa eða eitthvað litríkt dót - og í spegil líka. Hlær og skríkir þegar hann sér sjálfan sig! Nú er hann orðinn 3ja mánaða (já tíminn flýgur) og orðinn tæplega 6 kíló og 60 centimetrar, miðað við 3,6 kg og 49 cm við fæðingu. Hann er farinn að sofa lengur á nóttunni, eða allt að 5-6 tíma, og sefur tvisvar úti í vagni á daginn yfirleitt í 2-3 tíma ca. í hvort skipti. Orðin svona meiri regla og rútína á þessari elsku.
Posted by Hello

2 Comments:

Blogger Erla said...

Hei - Vera kann þetta ekki! Hmmmm... þarf að fara að þjálfa hana áður en þið komið!

1:34 am  
Blogger Halldóra said...

Engar áhyggjur! Ég er búin að kaupa svona dót handa henni (og Skarpa líka) sem maður festir á hendina/úlnliðinn -ha ha ha, bara smá svindl :-) Ég ætla að verða svona frænka sem gef bara dót = skemmtilega frænkan! Nei nú er ég reyndar að ljúga :-)Ég verð líklegast meira í mjúku pökkunum.
Halldóra.

10:54 am  

Post a Comment

<< Home