Tuesday, March 25, 2008

Daman

Glöggir hafa komið að máli við mömmuna og bent á að hún sé komin með kúluvömb. Það skal hér með tekið fram að hvorki er um að ræða bjórkúluvömb eða jólaátsvömb. Heldur er litla systir Skarphéðins að vaxa þarna inní. Skv. "áreiðanlegum" upplýsingum úr 18 vikna sónar er það s.s. systir og ekki bróðir, og hún gengur nú undir vinnuheitinu "Daman".
Daman er væntanleg í byrjun júlí. Já - einsog Skarphéðinn (nei mamman er samt ekki með fengitíma 1x á ári).

Skarphéðni fannst það fyrst í stað þvílík fjarstæða að það væri barn inní maganum á mömmu að hann rak alltaf upp roknahlátur þegar málið bar á góma og sagði; Neeheeiiiii, Ekki barn - bara matur!

En nú er hann hættur að afneita þessu - líklegast sér hann núorðið sjálfur að ólíklegt sé að svo mikið hafi mamma troðið í sig af kjötbollum - og meðlæti. Þá brást hann strax við og bauð litlu systur að sofa í sínu rúmi, og er búinn að tína til ýmislegt dót sem hann ætlar að gefa henni, einsog t.d. gamlan spilastokk sem vantar ca. 1/3 í, og ýmislegt fleira. Og er bara almennt glaður með ástandið. Búin að ákveða hvað hún á að heita og svona; Agnes, einsog litla systir Tilde á leikskólanum (flestir hinir vinir hans eiga litla bræður, og hann sér náttúrulega að þó það séu litlu-systkinanöfn eru það strákanöfn og ganga því ekki).

Mest spenntur er hann samt yfir því að fá loksins vonandi svona "systkinapall" aftan á barnavagninn sem stóra systkinið stendur á. Flestir vinir hans aka nefnilega um á svoleiðis, til og frá leikskólanum. Mamman keyrir litla systkinið í vagninum, og þeir standa sjálfir á pallinum flotta.

:-)

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ooo þetta er svo æðislegt ;) og frábært hvað Skarpó er spenntur og jákvæður yfir þessu. Eftir smá tíma mun hann ekki muna eftir því þegar litla systir hans var til. Spáðu í því.
Bara frábært.
Og kúl kúla!
E

9:44 pm  
Anonymous Anonymous said...

hmm þ.e. var EKKI til ætlaði ég nú að segja hehe
E

9:45 pm  
Anonymous Anonymous said...

Kem hér með uppástungu að nöfnum á litlu frænku mína, leggið þetta fyrir Skarpa:

Unnur Alexandra (nafn sem Íris átti að fá en passaði engan veginn við hana þegar hún fæddist)
Efemía
Ketilbjörg
Hlökk
Gæflaug
Njóla
Assa
Þúfa
og svo auðvitað Hjördís :)

Allt saman góð og gild íslensk nöfn.

Hjödda

10:10 am  
Anonymous Anonymous said...

Hvað með eitthvað af þessum nöfnum sem mannanafnanefnd er nýbúin að samþykkja??

Eggrún Bogey
Oddfreyja Örbrún
Dúfa Snót
Ljótunn Hlökk
Himinbjörg Hind
Randalín Þrá
Baldey Blíða
Bóthildur Brák
Loftveig Vísa
Þúfa Þöll
Þjóðbjörg Þula
Stígheiður Stjarna
Skarpheiður Skuld
Kormlöð Þrá
Ægileif Hlökk
Venus Vígdögg
Hugljúf Ísmey
Ormheiður Pollý
Geirlöð Gytta
Niðbjörg Njóla

Mér finnst samt að hún gæti heitið eitthvað af mínum uppáhalds núna eins og Matthildur, Urður, Dýrleif, Álfrún eða Perla (hvað annað!)

Erla

2:54 pm  
Blogger Halldóra said...

Þessi nöfn eru nú alveg milljón....!
Ha ha ha ha ha!!!
Freyr hafði þetta að segja um þau: "Er ekki í lagi með fólk?"

11:58 am  

Post a Comment

<< Home