Sunday, July 30, 2006
Friday, July 28, 2006
Zen iðkun í heimilistiltektinni....
Hér er skemmtileg grein um tiltekt á heimilum - Freyr lestu hana, vel og vandlega. Ég er alltaf að segja þetta sama; að á eftir hinum daglegu (og nauðsynlegu) sýslum einsog að elda matinn og leika með Skarpó og surfa á netinu og horfa á Late show með Letterman að þá er bara enginn tími eftir til að þrífa...
Og að vera endalaust að stressa sig á minnstu óhreinindum á heimili með tveggja ára barn er bara rugl (ef þú vilt hafa tíma til að gera Eitthvað annað). Og kannski ætti maður að gera eins og í þessari grein; að líta á tiltekt og þrif sem ókeypis tækifæri til zen iðkunar, og aukins þroska....
Eller hur.
Monday, July 24, 2006
Erla og Vera eru í heimsókn hjá okkur. Og litlu snúllurnar okkar eru svo sæt saman (þegar þau eru ekki að rífast eins og hundur og köttur).. .-) !! Fleiri myndir má sjá af þeim í smá albúmi hér.
Hér á myndinni erum við úti í Fjäderholmarna.
Monday, July 10, 2006
Wednesday, July 05, 2006
Jæja, þá erum við komin heim úr Ítalíu og Evrópuferðinni okkar.
En við keyrðum semsagt hele familjen til Ítalíu þar sem við leigðum hús í 2 vikur á sumarleyfisstaðnum La Cecinella, í bænum Cecina Mare við ströndina í Toscana á N-Ítalíu. Þetta var algjör draumur í dós.... Bæði skoðunarferðir, og letilíf við sundlaugina eða ströndina.
Skarphéðinn elskaði sundlaugalífið í botn :-), Freyr var meira í skoðunarferðunum, og Hrefna og Per voru á fullu í öllum aktífitetunum á Cecinella: Water polo, borðtennis, karókí, bingó, water gym, tennis, alls konar keppnir og gud vet vad...
Frábært frí.