Jæja, þá erum við komin heim úr Ítalíu og Evrópuferðinni okkar.
En við keyrðum semsagt hele familjen til Ítalíu þar sem við leigðum hús í 2 vikur á sumarleyfisstaðnum La Cecinella, í bænum Cecina Mare við ströndina í Toscana á N-Ítalíu. Þetta var algjör draumur í dós.... Bæði skoðunarferðir, og letilíf við sundlaugina eða ströndina.
Skarphéðinn elskaði sundlaugalífið í botn :-), Freyr var meira í skoðunarferðunum, og Hrefna og Per voru á fullu í öllum aktífitetunum á Cecinella: Water polo, borðtennis, karókí, bingó, water gym, tennis, alls konar keppnir og gud vet vad...
Frábært frí.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home