Friday, July 29, 2005


Eg fekk bil i eins ars afmaelisgjof fra mömmu og pabba !!! RauðaVolkswagen bjöllu - alveg eins og fyrsti billinn hennar mömmu !! Nema hvad þessi er fullur af sandi..... :-) (= sandkassi) og mer finnst svaka skemmtilegt ad leika mer i honum.


... og pinu laug til ad sulla i... :-) Posted by Picasa

Thursday, July 28, 2005


Nu labba eg sjalfur utum allt, thess vegna vard eg ad hjalpa pabba ad setja upp sma girdingu (haensnanet!) uti i gardi svo eg myndi ekki hlaupa uta gotu..... Posted by Picasa


Hey, her fann eg fullt af jardarberjum ! Posted by Picasa


Sjáðu fína lavenderinn minn..... :-) Og bleiku rósirnar útsprungnar (yay) !!! Sem Víking hjálpaði okkur ad pota niður þegar hann átti leið hér um í maí.


Gott ad vera kominn aftur till Sverige - eda....? Posted by Picasa

Monday, July 25, 2005

Skarphéðinn eins árs á Íslandi



Jæja, þá erum við komin aftur til Svíþjóðar eftir 3ja vikna skemmtilega Íslandsferð. Myndir úr ferðinni - og linka á fleiri myndir er að finna hér að neðan.

Við fórum m.a. í ferðalag á Snæfellsnesið og til Akureyrar, í bústað í Grímsnesið, í sveitina til Unnar á eyðibýlið Bjarnatanga utan við Kirkjubæjarklaustur, á Duran Duran tónleikana, auk þess sem hittum fullt af vinum og ættingjum - en aðal dæmið var þó skírn Skarphéðins - og eins árs afmælið :-) !!!!

Og það að Skarphéðinn byrjaði að labba sjálfur á Íslandi, vilku fyrir eins árs afmælisdaginn sinn. Og þrammar nú stoltur um allt alls staðar. Þessi snúlla !!!

Sunday, July 24, 2005


Skarphéðinn var skírður á 1 árs afmælisdaginn sinn 8. júlí í Kringlunni heima hjá Víking og Ellen mömmu Freys. Prestur var Karl, gamall fjölskylduvinur. Skarphéðinn sjálfur var ekkert sérstaklega hrifinn af þessu, né til í að vera kjur í þessar fáu mínútur sem athöfnin tók....
Fleiri myndir úr skírninni og veislunni má sjá hér.


Reynt að plata grísinn með snuði og ýmsu öðru til að vera kjur eitt augnatak....
Skírnarskálin er sú sama og Hrefna, Halldóra og öll hennar systkini eru skírð uppúr.
Posted by Picasa

Saturday, July 23, 2005


Jebb, við fórum á Duran Duran tónleikarna.... :-) Það var mjög gaman! Mest skemmtilegt að hitta fullt af fólki sem við þekktum, og ýmsa "fortíðardrauga". Það var náttlega geggjuð stemmning þarna, og við grúppíuðumst fremst í troðningnum við sviðið - í nokkrar mínútur, en létum svo yngri og úthaldsbetri áðdáendum eftir plássin þar.....
Simon le Bon og co stóðu sig ótrúlega vel (miðað við aldur og fyrri störf). Þeir höfðu engu gleymt - og ekkert lært.... :-)
Posted by Picasa


Hrefna var ánægð með sína uppskeru úr ferðinni. Enda búin að vinna á nokkrum stöðum.... :-)
Aðallega þó hjá Hjöddu frænku stórkaupmanni í búðinni hennar Skerjaveri, líka í hoppukastalaleigunni þeirra, og í kryddgerðinni sem þau eru líka með (já, þau er svaka dugleg!), en það krydd: "Best á lambið" - er faktíst besta kryddblanda á lambakjöt sem hægt er að fá. Fæst í flestum matvöruverslunum - og rennur það hratt út núna á grill-seasoninu að þau hafa varla undan að framleiða!!!

Svo var Hrefna líka að vinna smá á veitingahúsinu Fjörukránni (jess, í víkingafötum og allt - hi hi!), og svo smá með Jónu sem var að selja leðurjakka og annan varning.
Posted by Picasa



Við skelltum okkur í ferðalag, fórum bæði á Snæfellsnes og til Akureyrar. Fengum allar gerðir af veðri !! En þetta var samt frábær ferð. á þessari mynd erum við á Brimilsvöllum utan við Ólafsvík þar sem við gistum 1 nótt. Fleiri myndir eru að finna hér.


Feðgarnir við Arnarstapa. Báðir í pollagalla.....
Posted by Picasa


Við fórum í smá sumarbústaðarferð í Grímsnesið til Barkar föðurafa Skarphéðins. Mjög ljúft, með heitum potti, afslöppun, ofáti og tilheyrandi....
Hér eru fleiri myndir þaðan.
Posted by Picasa


Halldóra fór með Helenu og Unni í frábæra helgarferð að eyðibýlinu sem Unnur og Þórarinn eiga í félagi við 4 aðrar fjölskyldur. Bærinn heitir Bjarnartangi og er á Brunasandi, rétt utan við Kirkjubæjarklaustur. Hér erum við að labba uppá Orrustuhól sem er þarna í nágrenninu, með útsýni yfir hið mikla Skaftárhraun sem rann úr Lakagígum 1783 og olli móðuharðindunum. Hér eru fleiri myndir frá Brunasandi.
Posted by Picasa


Fríða frænka átti afmæli 18.júlí, í tilefni af því var haldið smá afmæliskaffi fyrir fjölskylduna á Kleppsveginum. Líklegast í síðasta skiptið - þar. Hér eru fleiri myndir frá afmælinu :-)
Posted by Picasa


Inga og Birta í afmæliskaffi Fríðu.
Posted by Picasa

Friday, July 22, 2005



Við fórum í Bláa lónið, keyrðum Krýsuvíkurleiðinia og túristuðumst soldið með Birgittu (og Emmu dóttur hennar) sem er að vinna með Halldóru í Stokkhólms háskóla, og var með okkur á Íslandi í 5 daga. Hér eru svoleiðis hvera- Bláa lóns og Hallgrímskirkjumyndir....



Emma og Birgitta að túristast niðrí bæ...