Hrefna var ánægð með sína uppskeru úr ferðinni. Enda búin að vinna á nokkrum stöðum.... :-)
Aðallega þó hjá Hjöddu frænku stórkaupmanni í búðinni hennar Skerjaveri, líka í hoppukastalaleigunni þeirra, og í kryddgerðinni sem þau eru líka með (já, þau er svaka dugleg!), en það krydd: "Best á lambið" - er faktíst besta kryddblanda á lambakjöt sem hægt er að fá. Fæst í flestum matvöruverslunum - og rennur það hratt út núna á grill-seasoninu að þau hafa varla undan að framleiða!!!
Svo var Hrefna líka að vinna smá á veitingahúsinu Fjörukránni (jess, í víkingafötum og allt - hi hi!), og svo smá með Jónu sem var að selja leðurjakka og annan varning.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home