Six socks
Ég (Halldóra) er dottin í prjónadelluna... (once again). Næ reyndar oft ekki að prjóna nema 2 lykkjur fyrir hádegi og 3 eftir hádegi!, en þetta er skemmtilegt. Ég er nýlega búin að kynnast fullt af prjónakonum hér í gegnum svokallað prjónakaffi (stick-café), þar sem maður kemur og prjónar og drekkur kaffi og borðar bulla - semsagt Alvöru saumaklúbbur. Og flestar prjónakellurnar þarna eru sko ekki með neitt hálfkák - framleiða hverja flíkina á fætur annarri - og ekki nóg með það - heldur eru líka með prjónablogg á netinu! Þar sem þær tala um og sýna myndir af framleiðslunni! Eins og t.d. Mareka, Karin, Britt og Halla (sem er íslensk). Ég er nú kanski ekki alveg í þeim pakkanum, en það er gaman að vera með í prjónakaffinu, þetta eru hressar kellur.
En ég er í klúbbnum Six sox knit-along, þar sem markmiðið er að prjóna 6 pör af sokkum á 1 ári. Sokkaprjón er nýtt fyrir mér, en hentar (óþolinmóðu fólki eins og) mér vel því það eru jú frekar lítil verkefni - sérstaklega ef maður prjónar barnasokka (bara verst að þurfa alltaf að gera tvo!). Sokkurinn á myndinni er Six sox sokkur og kallast Making waves, og ég er semsagt búin með hálfan.... næ vonandi að klára þá báða áður en Skarpi litli vex upúr þeim :-)
1 Comments:
Ég er ekki að ná því hvað þú ert myndó!!
Post a Comment
<< Home