Wednesday, September 08, 2004

Åse barnmorska


Við fórum og hittum Åse ljósmóðurina okkar í síðasta skiptið í gær - en Skarphéðinn var jú að hitta hana í fyrsta skiptið. Þetta vara bara svona "avslutning", bara verið að segja bless. En við Freyr erum búin að hitta hana reglulega í vetur, og vorum í s.k. foreldrafræðsluhóp með henni. Hún er rosa fín. Lítur soldið gömul út - og manni finnst eiginlega að það myndi passa henni best að vera í peysufötum, en ónei - hún var oftast í gallafötum (rosa pæja), gallapilsi og gallajakka til dæmis! Svo kom í ljós að hún er alltaf að dansa - svona amerískan squaredans við country músík - þess vegna öll galladressin.... :-) Það hanga myndir uppi á skrifstofunni hennar af henni í vinnunni með ungabörn frá 1970 (!) Svo þegar maður segir að hún hafi nú ekkert breyst síðan þá segir hún: Já, það borgar sig að hafa alltaf sömu hárgreiðslu, þá sést svolítill munur á manni..... :-) Hún er rosa fín. Það var skrítið að koma þangað með barn eftir að hafa komið svo oft bara með stóran maga. Það var eitthvað svo óraunverulegt þegar ég var að mæta þarna í skoðun að það ætti eftir að koma sprell-lifandi grislingur úr kúlunni, og reyndar trúi ég því varla ennþá í dag að þetta sé allt saman satt og að ÉG eigi þennan litla grís!....
Posted by Hello

0 Comments:

Post a Comment

<< Home