Þá erum við komin aftur til Svíþjóðar eftir þessa Íslandsferð.
Mamma dó þann 21. maí, og var jörðuð í kyrrþey að hennar ósk 26. maí. Þetta gerðist allt svo hratt eitthvað, og henni hrakaði ört síðustu dagana. Það voru lungun sem voru orðin svo léleg, og voru að gefa sig.
Ég trúi varla að þetta hafi gerst, en svona er það nú samt. Þessa mynd tók ég af henni 10. maí, síðast þegar ég var á Íslandi þegar við sátum við eldhúsborðið hjá henni eins og við höfum gert hundrað sinnum áður. Ekki grunaði mig þá að þessi mynd myndi 2 vikum seinna verða notuð í andlátstilkynninguna hennar......
0 Comments:
Post a Comment
<< Home