Thursday, June 09, 2005



Hrefna pía er nú búin að klára grunnskólann og fer í menntaskóla í haust !
Það er hefð að hafa svaka síðkjólaball fyrir þau sem eru að klára 9. bekkinn, Hrefna lét sig ekki vanta á það. Keypti nýtt dress og svaka háhælaða skó, fór í hárgreiðslu og mætti á svæðið með vinkonum sínum í limosínu!

Hér er Hrefna á "Balen" með nokkrum stöllum úr Bällstabergsskolan. Hrefna er á miðri mynd í hvítu dressi. Með 50 ára gamla pallíettuveskið hennar ömmu Völu ! - í annað sinn semsagt á þessu ári sem rykið er dustað af því og því dröslað útá lífið... :-)

Mömmu gömlu finnst dömurnar líta út einsog þær séu að taka þátt í fegurðarsamkeppni eða álíka, enda voru kjólarnir ekkert Smááá.... margir sér-hannaðir og sér-saumaðir eða gamlir brúðarkjólar og ég veit ekki hvað.
Rosa flott.

1 Comments:

Blogger Erla said...

Mér finnst Hrefna vera í flottasta dressinu að sjálfsögðu! Er ekki eins "kellingaleg" (no offence) og hinar í sínum fegurðardrottningakjólum!

3:05 pm  

Post a Comment

<< Home