Skarphéðinn 11 mánaða
Já núna er ég orðinn 11 mánaða gamall, hrikalega stór og duglegur (og rosalega sætur) strákur!!!
Ég er kominn með 3 tennur; fékk þá fyrstu á Íslandi í byrjun maí, næstu þegar ég var kominn aftur til Svíþjóðar, og þá þriðju þegar ég var aftur á Íslandi seinni partinn í maí. Allt maí-tennur semsagt , og 66% af þeim "íslenskar"..... :-)
Ég get núna labbað alveg sjálfur !!! en vill bara eiginlega aldrei gera það..... legg mikið á mig að leita að og krækja í hendurnar á þeim mömmu eða pabba (alveg sama þó þau reyni að stinga höndunum í vasann eða halda þeim uppí loft - ég hætti ekki fyrr en ég næ taki á þeim) og dreg þau síðan útum allt, læt þau leiða mig þangað sem ég vill fara. Þau hafa (að mínu mati) ekkert betra að gera en það .... :-). Ég tók fyrstu skrefin sjálfur á Íslandi 27. maí, labbaði alveg 10 -15 skref sjálfur á Kleppsveginum !!! Leiðinlegt að amma Vala gat ekki séð það.
Svo kann ég að klappa saman lófunum, vinka bless, sýna hvað ég er stór, og segi kis-kis þegar ég sé kisu (og reyndar öll dýr, líka selina í húsdýragarðinum!!), segi "Da-tth!" alltaf þegar ég hendi dóti í gólfið.
Stundum ruglast ég reyndar og byrja að klappa (í staðinn fyrir að setja hendurnar uppí loftið) þegar ég er spurður: "Hvað ertu stór Skarphéðinn?"
Jamm, flóknar þessar sirkuskúnstir sem er verið að kenna mér.
Svo finnst mér gaman að skoða bækur, bendi með litla vísifingrinum mínum á allar myndirnar, eða næ í vísifingurinn á mömmu og læt hana benda á myndirnar og segja frá. En skemmtilegast er að labba og brölta útum allt. Svaka gaman þegar það er gott veður og opið út í garð, þá labba ég (læt leiða mig) útá pall, útí grasið, uppá steinhellurnar, aftur uppá pallinn hinu megin, útí grasið, uppá hellurnar, uppá pallinn, útá grasið..... hring eftir hring eftir hring....
Mér finnst líka gaman að gramsa í skápum og alls konar dóti sem ég má ekki fikta í - einsog klósettinu....! Svo er gaman að labba úti í vagninum mínum, en ég er svaka forvitinn alltaf; tími varla að leggjast niður og hvíla mig í honum því þá missi ég af einhverju spennandi (einsog ketti eða bíl eða krakka eða blómi eða steini.....). Mér finnst líka gaman að róla útá róló, og knúsast og kítlast uppí sófa, svo er líka mjög gaman að hitta aðra krakka, einsog vini mína í mömmuhópnum okkar sem við hittum alltaf á miðvikudögum (þegar mamma er ekki að vinna).
Og er bara yfirleitt mjög hress og kátur með alla hluti :-)
1 Comments:
Og þá er eins árs afmælið bara næst á dagskrá!! Oh, þetta er svo spennandi :)
E
Post a Comment
<< Home