Tuesday, March 21, 2006

Toscana here we come !



Jæja, þá er búið að ákveða hvert á að fara í sumarfríinu. Skarphéðinn er búinn að liggja yfir bæklingum og blöðum og er nú loksins búinn að gera upp hug sinn. Það verður sól, sundlaug, strönd og skemmtileg menning innan seilingar. Who could ask for more....? Og það sem meira er, allir í familíunni eru sammála um valið, og allir fara með - líka Per, hinn helmingurinn af Hrefnu.

Það er semsagt búið að bóka tvær vikur í raðhúsi við sundlaug nálægt strönd í litlum bæ í 2 vikur, nánar tiltekið hér - oh, þetta verður æææðislegt.... Tvær aðrar vikur fara samtals í ferðalag á áfangastaðinn - og heim aftur. Það verður sko keyrt á áfangastaðinn samkvæmt venju hjá Mr. Frey Barkarsyni, því að breyta útaf venjunni....!!!? "Detta är ju partur av programmet, hluti af ferðalaginu"..... og hann er búinn að ákveða heimferð um "Romantische Strasse" sem á víst að vera voða huggulegt með hundgömlum þýskum bæjum og guð veit hvað! En þetta er um 350 km leið á milli gamalla bæja og kastala í Þýskalandi sem - einsog segir á netinu er "undoubtedly the most attractive connection between more than two dozen South German towns"....
Og þar hafiði það.

2 Comments:

Blogger Erla said...

Þvílíkt huggó, þetta verður æðislegt!
Þið eruð svo huguð að ætla að keyra þetta allt með litla brjálæðinginn í bílnum...! úffí. En ætli hann verði ekki bara að taka upp taktík familíunnar - að keyra á áfangastað og ekkert múður! Hann fær jú að fljúga heim til Íslands!
E

10:03 am  
Anonymous Anonymous said...

Við keyrum þetta bara í rólegheitunum, tökum heila viku í hvora leið. Enda er það svo skemmtilegt líka og stór hluti af svona bílaferðalagi, að keyra um og stoppa á spennandi stöðum sem dúkka upp...

Hann er líka mjög góður í bílferðum - hefur reyndar enga reynslu af millilandabílaferðum - en sú fyrsta er á morgun, sjáum hvernig leggst í hann að keyra til Köben.... :-)

1:06 pm  

Post a Comment

<< Home