Sunday, March 19, 2006

Sunnudagsleikfimin


Við Skarphéðinn förum í leikfimi á sunnudagsmorgnum með mömmuhópnum okkar, það finnst honum algjört æði. Þetta er bara lítill skólaleikfimisalur sem ein mamman er búinn að leigja 1 klt í viku, og svo eru bara boltar og kaðlar og bretti og hestar (litlir) og dýnur sem hægt er að hlaupa og hoppa og skoppa á. Og fjörug músík: Lína langsokkur - eða bara diskó.
Sem er náttlega aðalmúsíkin um aldur og ævi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home