Kaupmannahafnarferð
Já, við brunuðum semsagt niður til Kaupmannahafnar til að hitta Hjördísi frænku og fjölskyldu hennar þar í fertugsafmælinu hennar. En þau flugu frá Íslandi til Köben í tilefni þess. Og hér er fyrsti í afmæli, íslensk lambasteik heima hjá Halli og Guðbjörgu vinum Hjöddu, matreidd af kryddkóngi Íslands, honum Stefáni. Og það er skemmst frá því að segja að hún var hryllilega góð !!!
Á myndinni: Hjördís, Tumi, Íris, Hallur, Guðbjörg, Freyr og Skarphéðinn. Davíð Funi sennilega á gólfinu að leika, og Stefán í eldhúsinu að elda....
Vorið í Köben var einhvers staðar víðs fjarri þessa helgi, en við létum það ekki á okkur fá og nutum þess að vera saman og fá okkur vel og mikið að borða - af ýmsu tagi :-) Hér eru fleiri myndir frá Kaupmannarhafnargeiminu.
1 Comments:
Linkurinn á kaupmannahafnarmyndirnar virkar ekki... sos laga þetta maður!
Erla spennta frænka.
Post a Comment
<< Home