Wednesday, October 12, 2005

Sýnatökuferð til Íslands



Þá er ég (Halldóra) komin aftur heim eftir blóðuga sýnatökuferð til Íslands.... En við Birgitta sem vinnur með mér fórum saman. Það fór ein vika í ferðina og þetta gekk þokkalega vel. Við tókum sýni úr þorski og ýsu, alls ca. 75 kvikindum. Skárum út lifur, heila, nýru, milta, kynkirtla, tálkn, þarm, blóð - jú neim it.... Þetta verður notað sem referens frá hreinum og ómenguðum svæðum í norsk-sænsku rannsóknarverkefni. Við unnum við sýnatökuna í Fræðasetrinu í Sandgerði, þar sem Háskóli Íslands er með aðstöðu.

Við fengum fiskinn lifandi í körum frá 2 bátum sem lönduðu í Keflavík. Þeir komu inn kl. 20 - 22 á kvöldin, þannig að það var unnið langt fram undir morgunn, og ekki mikill tími fyrir annað.... (H)eldri starfsmenn Sandgerðisbæjar sóttu fiskinn fyrir okkur á bíl með kerru - og voru orðnir doldið þreyttir á okkur þegar þetta var orðið kvöld eftir kvöld hátt í viku. Þá spurðu þeir pent: "Hérna, hvenær farið þið heim...?"
Hér eru myndir frá herlegheitunum, og texti neðst við hverja mynd einsog alltaf - reyndar á sænsku í þetta skiptið.

Þetta var í fyrsta skipti sem ég var svona lengi frá Skarphéðni, svo það var gott að koma heim og knúsa hann. Hann var líka glaður að sjá mömmu sína og knúsaði vel á móti.... :-)
Posted by Picasa

1 Comments:

Blogger Erla said...

Hæ! Voðalega skemmtilegar Íslands og þorskamyndir :)
Erla

5:46 pm  

Post a Comment

<< Home