Ég geri eins og mamma - þefa af rósunum.... :-)
Já, og svo er ég 14 mánaða í dag !!!
Stóri strákurinn. Orðinn svo duglegur. Er í aðlögun á nýja leikskólanum mínum þar sem ég ætla að vera 3-4 daga í viku í vetur. Reyndar er ég bara svona semi-hress með það, og græt alltaf þegar ég er skilinn þar eftir.... :-( En það stendur ekki lengi (15 sekúndur ca.). Ég mæti í leikskólann kl. 8.30 og borða þá morgunmat - og í leikskólanum borða ég sko sjálfur! (einsog sést á fötunum mínum þegar ég er sóttur. Svo leik ég við krakkana, fyrst inni, svo úti. Ég sef svo úti í vagninum mínum frá ca. 11-12.30, þá fæ ég hádegismat, og síðan er ég sóttur um kl. 13 og fer heim :-).
Þegar ég kem heim leik ég með dótið mitt; stóri bíllinn minn sem Jóna og Siggi gáfu mér í eins árs afmælisgjöf er til dæmis mjög vinsæll, eða ég kubba, skoða bækur, eða bara bagsa eitthvað í eldhúsinu eða eitthvað. Svo fer ég alltaf af og til útí garð, þar er skemmtilegast að leika með bolta, sulla í krananum og vatninu í könnunni, reyna að príla uppá eitthvað eins og til dæmis uppá borð, sem ég má alls ekki! Svo finnst mér líka hrikalega spennandi að sleppa inní geymslu þar sem ýmis konar dót er - einsog grasklippur, blómapottar, bíldekk, mold og verkfæri.... Seinni partinn er ég síðan alveg búinn á því og sofna fljótlega eftir kvöldmatinn eða um kl. 19. 30 - og vakna svo sprækur næsta morgunn kl. 7 - eða fyrr......
3 Comments:
Krúttið!
Varstu að klára þessa peysu??
E
Já -loksins!
Byrjaði á henni þegar Skarphéðinn var nýfæddur (eða kannski áður en hann fæddist?!), en fannst hún svo hryllilega stór og svo langt þangað til hann gæti notað hana að ég henti henni til hliðar... Fann hana svo fyrir stuttu - og sá að það væri eins gott að fara að bretta upp ermarnar (og prjóna ermarnar) og klára hana áður en hún verður of lítil!!
Búin að týna uppskriftinni og allt þannig að ég bullaði bara eitthvað upp...:-)
Halldóra.
Hún er æðisleg á honum!
Post a Comment
<< Home