Þá eru báðar rúsínubollurnar mínar komnar með húfu fyrir veturinn. Heimaprjónaðar Nota Bene! Svo nú er bara að bíða eftir að það fari að kólna - NOT!..... :-) Við erum sko alveg að fíla þessa veðurblíðu og 20 stiga hita sem er búinn að vera hér undanfarið.
Húfan hennar Hrefnu heitir Devils hat og er úr bókinni Stitch´n bitch, með djöflaeyrum og djöflaskotti á böndunum.... :-) . Uppskriftina er líka að finna á netinu, hér er sú síða. Skarpó húfa er úr s.k. regnbogagarni sem ég féll fyrir fyrir löngu síðan á bæjarrölti með Helenu og Unni hér í Stokkhólmi. Prjónaði húfu úr garninu, var að spá í að gefa Stefáni litla (Stínu og Hjölla) hana, en við mátun kom í ljós að húfan var alltof grunn (enda hafði ég þá engann svona lítinn haus heima til að máta á!), svo ekkert varð úr því. Breytti húfunni nýlega, svo hún smellpassar nú á Skarphéðinn.
Ég frétti annars frá Össa bróður að það er ekki þverfótað í Reykjavík fyrir Clint Eastwood þessa dagana, æ æ ....... :-)
2 Comments:
Ég er geðveikt afbrýðisöm út í þig fyrir prjónaafkösin sem eru þvílík! Og flott!!
Ótrúlega fallegar hannyrðir hjá þér, frú mín góð! Eitthvað harmonera þær þó illa við iðjagrænt grasið og 20° sem við sjáum í veðurspánni á kvöldin......
Kveðja
Hjödda í
Clintville
Post a Comment
<< Home