Wednesday, October 26, 2005

Vive le (Air) France!



Per og Hrefna ad fíflast... Skarphédni thykir thad nú ekki leidinlegt, er alltaf til í smá böggl.

Annars er thad helst að frétta að við familían erum ad fara í ferð til Parísar í naestu viku. Já, við öll og Per kærasti Hrefnu líka :-). Og thar munum við hitta Starkað bróður Freys sem býr í París, og svo kemur pabbi Freys líka frá Íslandi og verdur med okkur. En thetta er semsagt fertugs-afmaelisferð fyrir Freysa (já, hann aetlar heldur betur að mjólka thetta afmaeli!!!).

Annars er thetta hraebilleg ferð, miðinn kostar um 600Skr báðar leidir + skattar med Air France. Jamm, lengi lifi samkeppnin á milli flugfélaganna, thau keppast öll um ad bjóða betri og betri tilboð.

Iceland express er líka ad byrja ad fljúga til Stokkhólms frá og med maí 2006, og sala á miðum er thegar hafin (!), their kosta víst frá 8000 ISkr./aðra leið. Drífiði ykkur nú öll ad panta miða og kíkiði í heimsókn :-) !!!

Au revoir.....

2 Comments:

Blogger Erla said...

Krúttin! Sko - Hrefna og Per :)

11:48 am  
Anonymous Anonymous said...

Góða ferð til Parísar! Hlökkum til að lesa ferðasöguna og sjá myndir úr ferðinni!

Hjödda og co.

11:39 pm  

Post a Comment

<< Home