Saturday, August 01, 2009

Íslandsferð!

Við fórum í 3ja vikna frí til Íslands í sumar.
Þar var ýmislegt í gangi... skírn Unnar Sóldísar, afmæli, sumarbústaðarferð, ferðalög, ættarmót og svo auðvitað sundlaugaferðir, matarboð og heimsóknir og kaffihúsaferðir.
Mjöööög gaman. Frábær ferð.

Unnur Sóldís var s.s. skírð á Íslandi 4.júlí með nánustu fjölskylduna viðstadda, og samtímis var smá afmæliskaffi fyrir þau bæði, Skarphéðinn og hana. Sólardísin var skírð í sveitinni í bústað Sigga bró, í yndislega grænu mosa, lyng og sóleyja (ekta íslensku!) umhverfi. Við höfðum íslensk blóm í öllum gluggum á bústaðnum, og skírnarskálin var úr íslensku tré, mjög falleg. Hún var reyndar bara ávaxtaskálin í bústaðnum þar til við fengum hana lánaða í þessum tilgangi :-). Nú er Siggi bró búinn að bjóðast til að gefa okkur hana.... Ég afþakkaði fyrst pent og bar fyrir mig plássleysi og fleiru - en kannski er gaman seinna meir fyrir þá litlu að eiga hana....?

Svo keyrðum við fjölskyldan Hringinn, á bíl sem tendgó var svo elskuleg að lána okkur - í frábæru veðri allan tímann. Allt var í fullum blóma og landið skartaði sínu fegursta..... mögnuð upplifun - sem við lifum lengi á. Þetta land er ótrúlegt. Svo falleg og fjölbreytt og mögnuð náttúra.

Hér að neðan er mósaíkmynd úr ferðinni.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home