Friday, August 14, 2009

Tom tits

Við fórum í Tom tits experimentarium um daginn. Þar er hægt að prófa alls konar fyrbæri og gera eðlisfræðitilraunir. Það er t.d. hægt að prófa hvernig þyngdarlögmálið virkar (frítt fall), miðflóttaaflið (hvað gerist þegar manni er snúið í hringi), hvernig hægt er að skjóta plastflösku uppí loftið með því að pumpa lofti inní hana.... o.fl. o.fl.

Skarphéðni fannst rokvélin skemmtilegust. Í henni er hægt að upplifa mismunandi vindstyrkleika - alveg upp til 24m/sek sem er eins og hressandi gustur á góðum degi á Íslandi :-). Hann fór ca. 38 sinnum í hana og lét okkur gömlu prófa líka.
Ég grenjaði af hlátri eftir nokkrar umferðir í henni.... hi hi
Af því að sjá aðra þar - og af því að fjúka þar sjálf....:-)








1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hahaha... niðurstaða: ekki sjéns að líta vel út í svona roki!!
:)
E

2:21 am  

Post a Comment

<< Home