
Ég er orðinn 9 mánaða!! Og nú er sko fjör. Það er vika síðan ég byrjaði að skríða, og nú er ég sko á fullu útum allt. Sitja kjur á teppinu mínu hvað ha....!?! Ónei, nú þarf að uppgötva heiminn. Það tók mig tvo daga að ná tökum á þessum nýja ferðamáta mínum, og síðan hef ég verið á fullu. Svo er ég líka farinn að standa upp við allt. Jamm, svaka mikið að gera hjá mér alla daga. Það þarf t.d. að gramsa í eldhússkúffunum, opna og loka hurðum og skáphurðum, gramsa í blómapottum, fikta í sjónvarpinu og vídeótækinu - og bara þeysast útum allt ! :-)
Ég er farinn að borða flestan mat, og finnst eiginlega allt gott. Ég er samt ekki kominn með neinar tennur - en það er farin að móta fyrir tönnunum bæði uppi og niðri. Ég fæ bara brjóstið kvölds og morgna, enda má ég eiginlega ekkert vera að því hangsi, got other things to do.....
Og mamma er byrjuð að vinna !!! Fer í vinnuna 2-3 daga í viku, og þá er pabbi heima hjá mér (að hlaupa á eftir mér), það gengur bara vel. Ég sef ennþá tvisvar á dag, einstaka sinnum bara einu sinni reyndar. Og nú er orðið soldið mál að láta mig fara að sofa á kvöldin!! Ég bara stend uppí rúminu mínu - aftur og aftur og aftur og aftur og aftur.... þó ég sé lagður niður aftur og aftur og aftur og aftur.... Tekur mig ca. 3 sekúndur að reisa mig upp og stend svo og sperri mig fram og aftur og hoppa út og suður - svaka fjör hjá mér. Þó ég sé hriiiiikalega þreyttur verð ég að standa upp nokkur hundruð sinnum í rúmínu mínu áður en ég sofna. Stundum er ég svo þreyttur að ég er eiginlega með lokuð augun, en stend samt upp! þá kemur fyrir að ég dett á rimlana og meiði mig í hausnum....
Mér finnst gaman að sulla í vatni, gaman að fara út að labba í vagninum, gaman að knúsast og tuðrast uppí rúmi, gaman að standa uppi við allt, gaman að skríða útum allt, gaman í "týndur - gjugg", gaman að borða matarkex (sem
Erla sendi mér frá Íslandi!), gaman að fikta í nýjum hlutum, gaman að hitta aðra krakka, og eiginlega er bara oftast voða gaman hjá mér, ég brosi mikið og er kátur bröltari.
Í dag 8. apríl á hún Íris (Hjördísar) frænka okkar afmæli, orðin 15 ára gömul, til hamingju með það!
Hér er bloggið þeirra þarna í Skerjaveri sem við lesum reglulega, ofsa gaman að fá að fylgjast með Davíð Funa litla bróður Írisar. Hann er nýjasti frændi okkar, bara 2ja mánaða gamall.....