Jæja, þá er Unnur fegurðardís búin að fá fyrsta módelverkefnið sitt :-).
Það verður á þriðjudaginn kemur á uppákomunni
Eat Love Live, sem kvennanetverkið 4good friends stendur fyrir. Þetta kvöld fjallar s.s. um það "Að lifa og borða meðvitað" - dagskráin hljómar mjög spennó. Unnur verður fyrirsæta fyrir
Ecoloco sem selur ekológísk barnaföt á netinu - mjög flott!
Það er hún Lóa vinkona okkar sem á og rekur þessa netverslun, ótrúlega dugleg! Er að þarna að láta drauminn sinn rætast, ásamt því að vera að vinna 80% í venjulegu vinnunni sinni. Við erum svo stoltar af henni, Unnur og ég.
Ég, Begga og Lóa (og Unnur Sóldís of kors) höfum hist í hádeginu 1x í viku undanfarið (já já, mig dreymir um að vera svona Lattelunch-mamma = alltaf úti á stöðunum að drekka kaffi latte). Þar erum við Begga að "skipta okkur af" málum hjá Lóu; Útlitinu á síðunni, hvernig nafnspjöldin eiga að líta út osfrv. Enda erum við konur með Skoðanir :-).
Begga er by the way með mjög skemmtilegt
matarblogg, enda mikill matgæðingur.
