Saturday, November 24, 2007

Ný hárgreiðsla!

Hrefna er búin að láta klippa á sig topp - og lita hárið dökkt!
Mjög flott.

Friday, November 23, 2007

Hrefna á Nóbelinn

Nóbelsverðlaunaafhendingin fer fram árlega þann 10. des hér í Stadshuset í Stokkhólmi. Það er mikið tilstand, og hálfur bærinn lokaður fyrir umferð og ég veit ekki hvað. Margir horfa Alltaf á beina útsendingu frá þessu - sérstaklega eldra fólkið. En það er víst 5. hver kona - og 10. hver maður sem horfa á þetta í sjónvarpinu - og telst mikið.

Og loksins loksins er nú búið að bjóða okkur hérna aðal á þessa aðal veislu veislanna hér!
Mikið var segi ég nú bara.

Nú getur maður loksins fengið að smakka veitingarnar sjálfur, í staðinn fyrir að bara lesa um margrétta matseðilinn á síðum blaðanna í marga daga löngu fyrirfram, upplifað hin frábæru skemmtiatriði beint í æð, chattað við prinsessurnar - en við eigum nú margt sameiginlegt, við Madeileine erum t.d. báðar með tiltölulega svipaðan háralit, og svo hef ég heyrt að Victoria sé líka soldið svag fyrir súkkulaði. Svo er jú dans á eftir, og það væri nú gaman að tjútta með vinum mínum, kóngafólkinu. Svo gæti ég jafnvel pikkað upp eitthvað gáfulegt af sjálfum nóbelsverðlaunahöfunum - sem reyndar eru algjört aukatriði í þessu sjówi, enda flestir háaldraðir og uppþornaðir.

Ég hef reyndar ekki fengið boðsmiðana enn, og veit því ekkert hvar ég á að sitja. En þeir hljóta að fara að koma í pósti fljótlega. Nú eða svo verða þeir keyrðir hingað heim.
Hlýtur bara að vera.

En það er nefnilega þannig að kennarinn hennar Hrefnu bauð henni og Emmu vinkonu hennar að vera aðstoðarmenn við beina útsendingu hjá TV4 frá þessu tilstandi - sem mér finnst frábært! og Meiriháttar æðislega gaman (mig vantar að fara að læra einhver ný lýsingarorð) og rosalega skemmtilegt fyrir Hrefnu.

En hlýtur ekki mömmunni að vera boðið líka?
Mér finnst annað Mjög ólíklegt. Sem svona aðstoðar-aðstoðar - til-öryggis og til-halds-og-trausts. Það hlýtur bara að vera. Ég ætla amk. að fara að svipast um eftir síðum kjól og svona borða einsog prinsessurnar eru alltaf með á þessu.


En hér fyrir má sjá mynd af Hrefnu frá generalprufunni.




Thursday, November 22, 2007

Lúxus







Mamman er að fara í spa á laugardaginn með 6 öðrum mömmum úr mömmuhópnum, mmm........ (hvað eru mörg m í því?)

Ohh, það verður æðislegt. Svona "spa-pakki" á Grand hótel í Saltsjöbaden, út við skerjagarðinn rétt utan við Stokkhólm - með þrírétta kvöldverð innifalinn. Sumar af píunum ætla svo að gista á hótelinu með morgunmat og allann pakkann, þvílíka lúxuslífið á þessu liði. Flestar af þeim eiga nú 2 lítil börn (sænska systemið; 1.5 ár á milli barnanna!) og það besta sem þeim datt í hug í sb. við að gera vel við sig var að fara einhvert þar sem þær gætu sofið heilan nætursvefn.... Við vorum að grínast með að við ættum kannski bara að leigja einhvern kofa þar sem við gætum hist og sofið saman reglulega, ha ha ha....
zzzzz.

Mikið gasalega held ég að ég verði afslöppuð og harmonísk eftir svona treatment.
:-)

Wednesday, November 21, 2007

Astrid Lindgren maskerad

Þann 14. nóvember hefði Astrid Lindgren orðið 100 ára ef hún hefði lifað. Af því tilefni hafa verið "Astrid Lindgren vikur" hér og þar. M.a. á leikskólanum hans Skarphéðins, þar sem sögurnar hennar hafa verið lesnar, börnin hafa föndrað (teiknað, klippt og málað) húsið hennar Pippi, sjóræningjaskipið sem hún fór á, o.fl. Og á morgun er maskerad, eða grímuball á leikskólanum. Þá eiga krakkarnir að koma með búninga sem tengjast sögunum hennar. Og Skarphéðinn ætlar sko að vera sjóræningi. Eins og Petra, uppáhalds fóstran hans. Hann á sjóræningjanáttföt, og varð ekki lítið glaður þegar pabbi hans kom heim með sjóræningjakitt; sverð, krók, hníf, og augnlepp. Vildi helst sofa með þetta allt saman, og sagði; Ég vil ekki að það sé helgi, ég vil fara með þetta í leikskólann.
:-)





Jólahvað














Leila vinkona mín.


Það fer greinilega að líða að jólum. Allavega að desember. Amk. komin 1 jólaauglýsing frá Coke í sjónvarpið, og bæklingaflóðið í póstkassann eykst. Skarphéðinn geymir leikfangabúðabæklingana, situr svo og flettir þeim: "mig langar í svona og svona og svona, svona svona og svona....."

Og það var þvílíki jólamatreiðsluþátturinn í sjónvarpinu kvöld; Leilas jul (fyrsti af fimm). Vá, bara nóg að horfa á þennan þátt og þá þarf ekki að skreyta heima, það vantaði sko ekki neitt þarna; hyacintur, Amaryllis, jólarós, aðventuljós, skreytt jólatré.... og ég er enn með ofbirtu í augunum af öllum kertunum. Ég er reyndar orðin svo sænsk að ég gæti hugsað mér að prófa þessa uppskrift; saffranskorpor. En ég held ég fari seint útí það að baka mitt eigið hrökkbrauð.

Friday, November 09, 2007

Nyheter

Jahá.
Mamman fór með strætó í vinnuna í dag og las eitt af þeim þremur ókeypis dagblöðum sem dreift er í bænum. Það sem vakti athygli var:
  • Að sú kona sem er nýr formaður jafnréttisráðs hér (Jämo) fær 155.000SEK minna í laun á ári en sá maður sem hún tekur við af. Þetta hljómar einsog lélegur brandari....
  • Að 78 ára gömul kona í S Svíþjóð var headhunted ! þ.e. ráðningafyrirtæki elti hana á röndum þar til hún fékkst til að byrja aftur að vinna eftir 17 ára eftirlaunahlé.... :-) Hún er að kenna innflytjendum sænsku 5 daga í viku 9-12, aðallega ungum mönnum. Hún segir þetta mjög skemmtilegt, finnist hún vera 20 árum yngri, og full af orku þegar hún kemur heim kl. 12 !!! Frábært :-).
  • Og að húsnæðisverð sé á niðurleið í Stokkhólmi, 3% minnkun frá því í ágúst sl. Tími til kominn.
  • Ljósmyndasýning af bandarískum hermönnum eftir dvöl í Írak. Einn hélt á gervihandleggnum sínum, einn hafði misst augun, og var með 1 gerviauga með ígreyptum demöntum úr giftingahring eiginkonu sinnar sem skildi við hann þegar hann kom heim....

Sunday, November 04, 2007

Allraheilagramessa

Já, allraheilagramessa er haldin hátíðleg í Svíþjóð. Það er hálfur frídagur á föstudeginum hjá flestum, og á laugardeginum fara allir með ljós í kirkjugarðana og minnast þeirra sem ekki eru lengur hér á meðal vor. Svo fara krakkarnir gjarnan í drauga- (eða reyndar allskonar)búninga, labba á milli húsa og fá nammi með því að hóta að hrekkja: "Bus eller godis!!" (trick or treat). Okkur tókst að tæma lagerinn af gömlu og hörðnuðu nammi lengst ofanúr skáp oní liðið í hverfinu.

Skarphéðinn fór í hrekkjarvökupartí á laugardaginn hjá Liam og Amöndu (sem er upp á dag jafngömul og Skarphéðinn). Liam er sonur Helene vinkonu, og Amanda er dóttir Ethel, systur Helene.

Skarphéðinn fór klæddur sem häxu-trollkarl einsog hann sagði sjálfur - eða sem galdrakarlanorn. Með kúst til að fljúga á og allt. Og þetta var nú skrítin samkunda. Allt fullt af nornum og beinagrindum og draugum og sjóræningjum og álfum og svo var einn geimfari og einn köttur. Allt svona lítið fólk einsog Skarphéðinn. Sem fékk pulsur og ís og nammi og fór í leiki og hlustaði á sögur.
En það var mikið fjör og mikið gaman.

Skarphéðinn var mest ánægður með nornahattinn og kústinn, trúði víst ekki að ég hefði virkilega keypt þetta handa honum því hann spurði nokkrum sinnum þennan dag: "Keypti sú setta handa mé?"

Hann hleypur alltaf beint að hillunni með plastsveðjum, öxum, galdrastöfum, eða kústum eða svoleiðis sem líkist barefli í dótabúðinni - en mamman hefur alltaf harðneitað að kaupa það (mest útaf hræðslu um eigin limi - drengurinn er alls ekki mjúkhentur).





Saturday, November 03, 2007

Prjónagraffiti


Hér í borg má hér og þar sjá prjónagraffiti, þ.e. eitthvað prjón utanum handrið eða skilti eða annað á götu úti. Það er hópurinn Stickkontakt sem stendur fyrir þessu.


Friday, November 02, 2007

Haustlitir




Thursday, November 01, 2007

Nýjasta markaðssetningin...

Já, nú er hægt að hlaða niður fyrstu köflunum í sumum jólabókum af heimasíðu forlagsins, einsog nýjustu bók Arnalds Indriðasonar.
Svo maður verði voða æstur í að lesa og hlaupi útí búð og kaupi bókina :-)...

En það mætti fara að gefa út fleiri hljóðbækur á íslensku, eða á mp3 formi. Hér í Sverige er hægt að fá lánaðar bæði hljóðbækur (á geisladisk) og bækur á mp3 formi á bókasöfnum. Algjör lúxus að láta lesa upp fyrir sig! Í bílnum eða strætó, nú eða þegar maður prjónar.....