Wednesday, March 30, 2005

Með sokk á hausnum


Göngutúr með mömmuhópnum í fínu vorveðri í dag.... Posted by Hello


.....og kaffi á eftir heima hjá Mariellu og Ölmu. Skarphéðinn er fremst á myndinni.

Annars var ég að flýta mér soldið mikið til að fara og hitta mömmurnar í dag, Skarphéðinn var kominn í vagninn orðinn pirraður og ég var að troða mér í skóna og finna til bleyjur áður en hann fríkaði út og símann minn og mat handa honum til að hafa með og smekk og glasið hans og smá dót og epli því ég var svo svöng, og þurfti að pissa og líka að leita að húslyklunum o.s.frv. ... þið skiljið. Nóg að gera.
Allavega. Ég greip með létta bómullarhúfu og skellti henni á Skarphéðinn (þessi ljósbrúna, með smá "toppi" með hnút á). Á leiðinni fannst mér svo skrítið að ég þurfti alltaf að vera að draga húfuna niður fyrir eyrun á honum, og hún dróst alltaf upp aftur... Alltaf var annað eyrað að koma í ljós undan húfunni, og þá rauk ég til og dró hana betur niður. Ég hugsaði með mér ja hérna hvað hann stækkar eitthvað mikið, þessi húfa er nú bara að verða of lítil. En kanski að hún hafi hlaupið í þvotti líka. Svo löbbum við góðan spotta með mömmunum, og Skarphéðinn sofnar vært og sefur í um klukkutíma. Þegar hann svo vaknar þarna fyrir utan heima hjá Mariellu tek ég hann inn - og tek húfuna af honum. Og kemur þá ekki í ljós heilt sokkapar af honum, samanbrotið..... búið að vera kuðlað inní húfunni á hausnum á honum allan tímann !!!
OMG - greyið litla!!! Ekki það að honum hafi verið neitt meint af þessu - en þetta er bara svo HÁLFVITALEGT..... :-)

Tuesday, March 29, 2005


Páskahelgin fór í að mála. Stofuna, ganginn niðri, stigaholið og ganginn uppi. Svo nú er allt orðið ljóst og létt hjá okkur, voða fínt. Posted by Hello


Smá graffiti líka Posted by Hello


Mitt framlag til málningarvinnu helgarinnar fólst aðallega í því að passa Skarphéðinn (og að passa mig að vera ekki fyrir). Það gerði ég m.a. með því að halda mig útí garði.... Posted by Hello


..... og með því að fara á kaffihús með honum - og Gunillu, sem er að flytjast til Brussel í næsta mánuði. Er að fara að vinna sem sérfræðingur hjá Evrópusambandinu, sem ecotoxicolog (eiturefnavistfræðingur). Já, ótrúlegt en satt - sum okkar með þessa menntun virðast fá fasta vinnu..... :-) Posted by Hello


Skarphéðinn notaði helgina m.a. í að kynna sér þjóðaríþróttina íshokkí - best að byrja sem fyrst að æfa! Posted by Hello

Thursday, March 24, 2005


Skarphéðinn fékk bréf í dag. Þar sem Svampskogens förskola býður hann velkominn til leiks og starfa frá og með haustinu (!) Og okkur foreldrunum var boðið á fund í næsta mánuði þar sem starfsfólk og stefna skólans verður kynnt. Nokkrir vinir hans Skarphéðins úr mömmuhópnum okkar sem hittist alltaf á miðvikudögum fengu líka svona bréf, og ætla að byrja um svipað leyti, sem er mjög skemmtilegt. Frá og með apríl ætlar pabbi að vera heima 50%, en mamma að fara að vinna 50%, svo förum við öll saman í sumarfrí, og eftir það er það svo bara leikskóli!! Vá litla dýrið að verða fullorðið! Við erum ekki búin að ákveða enn hvernig haustið verður, hvort Skarphéðinn verði 50 eða kanski 75% á leikskólanum.

Þessi leikskóli hefur reyndar ekki verið byggður enn (!!) en mun rísa hér í næstu götu á Svampskogsvägen - von bráðar líklegast. Sveppaskógsleikskólinn, passar vel fyrir Skarphéðinn sem er algjör sveppur.....

Wednesday, March 23, 2005


Skarphéðinn er mjög hrifinn af kisu, og hér er hann að reyna að standa upp (og naga stólinn í leiðinni) til að komast í almennilegt návígi við dýrið. Hvorugt tókst í þetta skiptið.... Posted by Hello

Tuesday, March 22, 2005

Veikindi.....

Amma Vala er á batavegi, var tekin úr öndunarvélinni í dag og líður ágætlega. Lungnabólgan er að lagast, vatnið í lungunum minna, súrefnisupptakan góð og hún fer af gjörgæslu á venjulega deild á morgun. Við töluðum við hana í síma í dag, og það var bara gott í henni hljóðið. Þannig að þetta er allt í áttina - sem er frábært. En leiðinlegt að vera svona langt í burtu þegar svona veikindi koma uppá....

Skarphéðinn er búinn að vera með smá hita í viku, og var farinn að vakna af og til á nóttunni eitthvað pirraður og hálfvælandi. Við fórum á heilsugæslustöðina í dag og hittum lækni sem kíkti í eyrun á honum og sá að hann var með eyrnabólgu - geyið...... Það var ekki komið í ljós á fimmtudaginn var þegar við létum líka kíkja á hann, en núna er hann allavega kominn á pencilínkúr sem á að laga þetta. Hann hafði einmitt verið með einhverja pest fyrir 2-3 vikum, eyrnabólgan kemur oft uppúr svoleiðis. Og Freyr er búinn að vera með flensur og lungnavesen og (hrikalegan!) hósta síðustu 6 vikur, en núna er hann nýbúinn að klára pencilín skammt númer tvö og er hressari.

Úff, en það pestarbæli...

Monday, March 21, 2005

Kann að standa upp !!


Ég get staðið sjálfur upp !!! Í rúminu mínu.Eins gott að pabbi er nýbúinn að lækka botninn í því. Posted by Hello


Þurfum að fara að færa öll "Til hamingju með drenginn" kortin sem hanga yfir rúminu.... Posted by Hello

Saturday, March 19, 2005

Amma veik

Valgerður, amma Skarphéðins (mamma Halldóru) fór á spítala í gær með lungnabólgu á háu stigi. Þjáðist af súrefnisskorti vegna vatns í lungum útaf sýkingu, astma - og reykingum. Á spítalanum varð hún fyrir öndunarbilun um nóttina og var því svæfð og sett í öndunarvél, þar sem hún er núna. Ástandið er stabílt, hún svarar meðferðinni við lungnabólgunni, svo þetta virðist allt vera á leiðinni í rétta átt - sem betur fer!!! Hugsum mikið til ömmu núna.

Thursday, March 10, 2005

Skarphéðinn 8 mánaða


Já, tíminn líður eins og óð fluga og hann Skarphéðinn litli sykurpúði varð 8 mánaða þann 8. mars !! Og orðinn svo hrikalega stór og duglegur, að mér finnst ég stundum vera að horfa á 2ja ára frænda hans - eða eitthvað álíka!! Hann var í vigtun og mælingu nýlega, og er nú 70,5 cm langur - sem er akkúrat á meðaltalinu og 8.3 kíló - sem er aðeins undir meðaltali, semsagt hár og spengilegur einsog mamma sín¨! (eða pabbi, eftir því hvern þú spyrð). Ég beið eftir því að ljósan myndi bæta við í vigtunarbókin hans á eftir kílóum og lengd: "...og hriiiiikalega sætur og mikil dúlla og gasalega duglegur og flínkur" (JÄÄÄTTEsöt, otrolig sötnos, duktig och flink). Hún gerði það nú ekki, líklegast er of lítið pláss í þessari bók, hún hefur örugglega pikkað þetta inní skrána hans í tölvunni um leið og við fórum. Skarphéðinn fór líka í Boel heyrnarprófið í þessari vigtun, þar sem ljósan hristir bjöllur til hliðar við hann á meðan hann leikur með eitthvað dót. Hann sýndi bjöllunum áhuga í ca. annað hvert skipti sem þeim var hringt, en slapp þó við að vera dæmdur heyrnleysingi á staðnum og við fengum annan tíma til að fara í þetta próf. Ég hef engar áhyggjur af þessu, ég veit hann heyrir ágætlega. Hann er líklegast eins og pabbi sinn, heyrir það sem hann vill heyra.

Hann situr mikið á gólfinu í stofunni og dundar við að tína dótið sitt úr dótakörfunni og naga það hæfilega mikið. Svo er mjög skemmtilegt að fá eitthvað nýtt dót einsog sleif úr eldhúsinu eða álíka. ... :-) Hann er farinn að borða mat í öll mál, og er duglegur að drekka úr könnu með stút, en fær brjóstið alltaf reglulega líka.

Svo er hann orðinn algjör bröltari! Getur ekki setið kjur, þarf alltaf að vera á bröltinu. Er að teygja sig útog suður eftir einhverju dóti, alltaf búinn að setja fæturna undir sig eins og hann sé á leiðinni eitthvað - en er þó ekki farinn að skríða. En þetta gerist allt svona í rólegheitunum, enginn hamagangur. Hann situr ekki lengur rólegur hjá pabba sínum í sófanum eða stólnum, þarf að vera bröltandi yfir sófa-arminn við að reyna að ná í dótið á sófaborðinu; dúkinn, kertastjakana og keramikskálina og það.... Þannig að allt puntið á því borði er komið út í eitt horn - eða í gluggakistuna. Og dótið hans komið á borðið í staðinn :-). Svo er pabbi búinn að lækka botninn í barnarúminu, því hann reisir sig upp á hnén í því!! og hefði getað steypt sér yfir hliðarnar áður en botninn var lækkaður.

Svo finnst honum rosa gaman að sulla! Í baði eða bara eldhúsvaskinum. Byrjar alltaf að veifa höndunum í átt að vaskinum þegar vatnið rennur. Og alltaf þegar hann er í baði er hann á fullu að busla, skvettir vatni útum ALLT, skiptir engu máli þó hann fái gusurnar framaní sig, hann buslar á fullu útí eitt. Ef hann er eitthvað óhress (ef hann meiðir sig t.d. eitthvað pínkulítið) þarf maður bara að skrúfa frá vatninu og leyf honum að busla smá, þá gleymist öll sorg. Og hann er alltaf með sömu mörgæsahreyfingarnar: uppogniður með báðar hendur í einu. Þetta eru reyndar sömu hreyfingar og hann notar oft: til að tjá gleði og æsing - og líka ef hann er að missa þolinmæðina, orðinn pirraður. Þá segjum við (eins og Erla frænka "fattaði uppá"): "Hann er byrjaður að taka mörgæsina, best að drífa sig...." :-) Það gerist t.d. þegar maður er á leiðinni útí bíl, er búinn að setja hann í bílstólinn og honum finnst ekkert að gerast /maður ekki nógu snöggur í skóna... þá byrjar hann með mörgæsina, og maður veit þá að það sé best að drífa sig áður en hann byrjar eitthvað að góla.... :-)

Smábarnadót einsog ömmustóllinn og babygymið er löngu komið útí geymslu, Skarpó orðinn alltof stór fyrir það !!!

Jamm, hann er semsagt orðinn 8 mánaða og alltaf jafn hrikalega sætur og yndislegur og frábær og skemmtilegur..... :-)

Hógværa mamman.

Wednesday, March 09, 2005


Þær Erla og Vera eru ennþá hjá okkur í heimsókn (verða hjá okkur fram til 12.mars) - og okkur finnst það æðislega gaman. Gaman að hafa félagsskap á daginn við allt þetta hversdagslega; einsog við matarborðið (þar sem ófáum mínútunum er nú eytt við að fæða grislingana), á teppinu inní stofu við að leika, og uppí rúmi á kvöldin. Þau litlu leika sér saman á daginn, auk þess sem þau skoða sig stundum um í bænum og búðunum (:-)) með mömmunum, og á kvöldin eru mömmurnar að framleiða hin ýmsustu listaverk - í textíl, akrýl, skarti - jú neim it..... Á blogginu hennar Erlu þann 9. mars má sjá eitt listaverkið verða til.

Þeim litlu grísunum finnst mjög gaman að leika saman og fylgjast með hvort öðru, hér á myndinni er Vera að lesa upphátt fyrir Skarphéðinn.


Við fórum á skauta á Vallentunavatnið, á långfärdsskridsko, svaka gaman. Hér er Erla í sveiflu....:-)
Posted by Hello


Á rölti í bænum, höllin í baksýn.
Posted by Hello


Smaaaáá verslunarleiðangur, of kors.
Posted by Hello

Saturday, March 05, 2005


Ég fór á snjósleða í dag í fyrsta skipti. Mér fannst það eiginlega ekkert gaman ! Var dúðaður svo ég var eins og spýtukarl. Stökk ekki bros. Kanski skemmtilegra á næsta ári.... Posted by Hello


Vera frænka fór líka :-) Posted by Hello

Wednesday, March 02, 2005


Erla, Víglundur og Vera litla frænka eru í heimsókn hjá okkur - það finnst okkur svaka gaman!! Þau Vera og Skarphéðinn eru jafngömul og mjög hrifin af hvort öðru, og gaman að sjá þau leika (rífa dót af) hvort öðru !!! :-) Hér erum við að túristast í Gamla stan. Posted by Hello


Við vatnið í Sigtuna - í skítakulda! Posted by Hello


Freyr fór til Amsterdam og keypti þessar kanínur handa okkur... Posted by Hello


Matartími. Freyr og Víglundur mata hvor sinn grísinn....


Háttatími :-)