Friday, November 28, 2008

Húfa dagsins - á rúsínubollu ársins....

Húfa dagsins :-)
Til sölu (ekki rúsínubollan samt) hjá Lóu a Ecoloco.

Tuesday, November 25, 2008

Allt á kafi....

Hrefna og Skarphéðinn gerðu þennan flotta snjókarl í gær :-).

Monday, November 24, 2008

Allt á kafi í snjó...

Hér er nú allt á kafi í snjó. Við Skarphéðinn fórum út að renna okkur á snjósleða í gær í fyrsta skiptið í vetur - mjög gaman. Honum fannst skemmtilegast að renna niður á svaka hraða, og snarbeygja svo með stýrinu þannig að mamman þeyttist af - beint á rassinn.... hi hi hi.
Í dag er svo mikill snjór yfir öllu að sleðinn sést ekki einu sinni - alveg snjóaður í kaf! Minnir þó að hann sé þarna einhvers staðar hjá útidyrunum.

Í gær fór mamman í mjög skemmtilegan morgunverð, með nokkrum sænskum mömmum (en engum börnum!). Við fórum á Herragarðs-morgunverðarhlaðborðið á Såstaholm. Þetta er bara í um 10 mín keyrslu frá okkur, mjög flottur staður. Ég var búin að tilkynna að ég kæmi ekki, því við fjölskyldan ætluðum að leggjast í ferðalag, til Köben. Svo lá ég í rúminu í gær; Skarphéðinn nýbúinn að vera með ælupestina, ferðalaginu aflýst vegna ófærðar; Hmm.... hvort á ég að fá mér hafragraut heima í fimmtíuogellefta skiptið hér í ælupestarbælinu - eða fara á Herragarðshlaðborðið í skemmtilegum vuxensällskap.
Hmmm.... erfitt val?
Ekki svo.

Og þetta sko Morgunmatur - ekki brunch, s.s. frá 8.30 - 11 (!). Unnur vinkona mín var soldið hissa á þessu uppátæki, en fattaði svo: "já, varstu að fara með Sænskum píum.....".

Flestir Íslendingar eru jú ekki þekktir fyrir að vera svona morgunhressir.

Sunday, November 23, 2008

Þetta er allt að koma...

Jæja, nú er ég búin að selja heilt eintak af Prjóniprjón prjónabókinni okkar Röggu (til Örju vinkonu), og svo er Hjödda frænka búin að lofa að kaupa eitt eintak, þannig að þetta er allt að koma!

Thursday, November 20, 2008

Dísa skvísa gerir víðreist á vefnum

Lóa vinkona tekur stundum myndir af Unni Sóldísi skvísu í fínu barnafötunum sínum til að setja á Ecoloco síðuna sína. Enda ekki að furða barnið er jú einn af myndarlegustu Íslendingunum á Kantarellvägen hér í sveppaskógi....

Lóa rakst svo á link á síðuna sína með þessari mynd af Dísu skvísu hér..... :-)

Wednesday, November 19, 2008

Prjónabókin...

Prjónabókin okkar Röggu heitir Prjóniprjón, og er aaaalveg að fara að koma út....(jeij!) Og hún er komin með eigið blogg, kíkið á Prjóniprjón-bloggið.



Saturday, November 15, 2008

Dæmalaust er stúlkan fín



Wednesday, November 12, 2008

Unnur og Unnur 2

Þau Ási og Unnur voru í heimsókn hjá okkur um helgina. Þvældust um borgina þvera og endilanga, og skemmtu okkur á kvöldin :-).

Einsog þið hafið tekið eftir er ekki tekið á móti gestum hér nema þeir beri nafn heimilismanna.

Sunday, November 09, 2008

Unnur Sóldís 4ra mánaða

Unnur Sóldís er nú orðin 4ra mánaða.
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt! Og hún er alltaf jafnyndisleg. Sefur vel á nóttunni og alltaf í góðu skapi. Svo góð og sæt og fín og mamman elskar að elska hana.... Maður bara getur ekki annað en orðið glaður við að horfa á hana :-).... á litlu spikfellingarnar á úlnliðunum, á stóru spikfellíngarnar á lærunum, á hárdúninn á hausnum, brosið sem bræðir allt....
Yndislegt.




Saturday, November 08, 2008

Viltu prjóna pils ?

Eða viltu prjóna svona mjúkan kraga....? Engar áhyggjur - uppskrift að prjónuðu pilsi, kraga og mörgu öðru verður að finna í hrikalega skemmtilegu prjónabókinni sem við Ragga erum að vinna að :-)

Gaman gaman!





Friday, November 07, 2008

Lestur

Unni Sóldísi finnst gaman að grípa í bók.
Situr þarna hjá stóru systur - sem er flutt aftur heim til okkar eftir að hafa dvalið nokkurn tíma heima hjá kærastanum Per. En þau eru hætt saman - eftir 4 ár. Ákváðu bara að þetta væri orðið gott. Svo heim er hún komin (og mamman strax farin að tuða um tiltekt í herberginu!).

Monday, November 03, 2008

Húsmæðraorlof

Jæja, þá er enn eitt "húsmæðraorlof" okkar vinkvennanna Helenu og Unnar hér í Sverige að baki. En þær koma af og til í helgarferð frá Fróni. Í þetta skipti voru dætur þeirra þrjár með í för (húsið fullt af píum!), og einsog alltaf var mikið hlegið og mikið gaman hjá okkur.

Unnur og Unnur

Hér er Unnur Elín vinkona með hana Unni Sóldísi.
Það er soldið sniðugt að við vinkonurnar Helena og ég eignuðumst báðar stelpu á þessu ári (á gamals aldri!). Helena skírði sína Elínu Huld, og ég mína Unni Sóldísi, þannig að Unnur vinkona okkar fékk þar tvær nöfnur.