Monday, November 24, 2008

Allt á kafi í snjó...

Hér er nú allt á kafi í snjó. Við Skarphéðinn fórum út að renna okkur á snjósleða í gær í fyrsta skiptið í vetur - mjög gaman. Honum fannst skemmtilegast að renna niður á svaka hraða, og snarbeygja svo með stýrinu þannig að mamman þeyttist af - beint á rassinn.... hi hi hi.
Í dag er svo mikill snjór yfir öllu að sleðinn sést ekki einu sinni - alveg snjóaður í kaf! Minnir þó að hann sé þarna einhvers staðar hjá útidyrunum.

Í gær fór mamman í mjög skemmtilegan morgunverð, með nokkrum sænskum mömmum (en engum börnum!). Við fórum á Herragarðs-morgunverðarhlaðborðið á Såstaholm. Þetta er bara í um 10 mín keyrslu frá okkur, mjög flottur staður. Ég var búin að tilkynna að ég kæmi ekki, því við fjölskyldan ætluðum að leggjast í ferðalag, til Köben. Svo lá ég í rúminu í gær; Skarphéðinn nýbúinn að vera með ælupestina, ferðalaginu aflýst vegna ófærðar; Hmm.... hvort á ég að fá mér hafragraut heima í fimmtíuogellefta skiptið hér í ælupestarbælinu - eða fara á Herragarðshlaðborðið í skemmtilegum vuxensällskap.
Hmmm.... erfitt val?
Ekki svo.

Og þetta sko Morgunmatur - ekki brunch, s.s. frá 8.30 - 11 (!). Unnur vinkona mín var soldið hissa á þessu uppátæki, en fattaði svo: "já, varstu að fara með Sænskum píum.....".

Flestir Íslendingar eru jú ekki þekktir fyrir að vera svona morgunhressir.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

girnilegt :)
E

4:53 pm  

Post a Comment

<< Home