Sunday, April 29, 2007

Sumarið hlýtur að vera komið...


















Því ísbíllinn er farinn að fá bissness aftur.
Smá vídeó af því hér......

Saturday, April 28, 2007

Quality time...















Quality time A: Ís, bangsi og teiknó.

















Quality time B: Prjón, kaffi, súkkulaði og músík/ útvarp
(Já, einmitt, Freyr sat hér).



















Ooohhh!!! Máta.......

Thursday, April 26, 2007

Spurt er.

Jæja.
Mamman fór í gær í búð til að kaupa nýjar gallabuxur á sig. Af illri nauðsyn. Það er nefnilega komið gat á uppáhaldsgallabuxurnar. Á besta stað, þar sem innanlæraskvapið nuddast saman.... Þannig að þegar ég hleyp upp stigana í vinnunni skreppur út neonhvít pulsa, á besta stað sem sagt. NOT very beutiful. Þannig að eitthvað varð að gera í málunum. Og ég af stað í gallabuxnaleiðangur. Og nú spyr ég: Hvað er með þessa gallabuxna hönnun í dag !!?? Af hverju eru allar gallabuxur einsog límdar á rassgatið á manni?!!? (Samt alltaf of síðar!). Er eðlilegt að þegar maður er búinn að troða sér í einhverjar smartar gallabuxur að þá lítur það út eins og maður sé með rass á maganum...? Og hvers konar hönnun er það á buxum þegar maginn lekur út yfir strenginn einsog pulsa?

Ég meinaða. Er hægt að tala um meðgönguskap þegar krakkinn er að verða þriggja ára? Eða flokkast það bara undir skvap. Er til prjónaskvap? Af kyrrsetunni sko. En ég þekki samt eina sem fer með prjónana með sér út að labba með hundinn. Maður ætti kannski að prófa það ? Þó maður sé ekki beint að drepast úr fitu, er nú bara svona freeekar venjuleg kona.

En allavega, þessi nokkuð niðurdrepandi verslunarferð endaði vel. Þegar ég fór í gallabuxnadeildina hjá JC, og hitti miðaldra afgreiðslumanninn. Hann sagði strax: Já, þú ert svona "venjuleg" kona (vá loksins einhver með viti! En kannski langaði hann mest til að segja; Oh, enn ein með huge rassgat og lærin útum allt). "Þú skalt prófa þessar, þessar, þessar og þessar buxur" sagði hann. Og ég prófaði, og fann, mjög fínar og ekkert alltof dýrar brækur, með smá þægilegu stretchi, þeir styttu brækurnar líka, mér að kostnaðalausu.

Svo nú sit ég hér í þessum fínu brækum, sem hemja læraskvapið - enn um sinn.
Jibbí!
Lengi lifi JC.

Wednesday, April 25, 2007

Stór, stærri, stærri,......




















Skarphéðinn er bara hress og kátur. Er núna hættur með bleyju bæði heima, á leikskóla og á nóttunni, stóri strákurinn. Byrjaði að pissa í kopp síðasta sumar, en var ekki alveg á því að pissa í kopp eða klósett á leikskólanum. Þannig að hann er búinn að vera með bleyju í leikskólanum í allan vetur.... (!) En bleyjulaus heima. Hann og mamma eru búin að ræða um það að nota bleyjupeningana framvegis í garnkaup, pabbi er eitthvað skeptískur á það samkomulag. Annars er pabbi líka bara hress, hlakkar til sumarsins, sérstaklega til tveggja daga dvalarinnar sem við erum búin að bóka hér í júní.

Friday, April 20, 2007

True story

Skarphéðin langar til að benda þeim ykkar sem eruð (prjónandi) dýravinir á það að til eru mörgæsir sem hafa sans fyrir tísku og útliti, og gætu þurft á astoð að halda í því sambandi.

Óskað er eftir prjónuðum mörgæsapeysum til að hafa á lager ef olíumengunarslys verður á mörgæsaslóðum. Litur skiptir ekki máli.
Reyndar eru komnar 15.000 mörgæsapeysur í olíuslysakittið, en samt.....
:-) Sjá myndir hér.

(Mhuahahahahaaa !! - en þetta er samt satt).

















Hér eru meiri upplýsingar, og uppskrift að mörgæsapeysunni.

Tuesday, April 17, 2007

Sumarblíða, pikknikk, grill......












































Hér er Skarpi að leika með vinum sínum Hilmi og Eiríki.









Það var æðislegt veður um helgina, við fórum í pikknikk í Hagaparken þar sem Íslendingafélagið var með barnastarf.
Það voru ca. 300 aðrir (Svíar sko )sem höfðu fengið þessa sömu hugmynd - að fara í Hagaparken - og biðraðirnar í ísbúðina eftir því....

Á sunnudeginum var það svo grill heima hjá Sóley, Guðjóni og barnaskaranum, sem er alltaf jafn ljúft.

Sunday, April 15, 2007

Sumarhiti hérna megin...


Takk fyrir blómin !








Sigga systir mömmu sendi okkur þessar flottu liljur, í gegnum Hjöddu & co sem voru hér á ferð í byrjun apríl. Rosalega fallegar ! Í vasanum frá Bjarna keramiker. Og stóðu lengi.

Thursday, April 12, 2007

Vinnufriður...?



















Þessi strákur er aaaalgjör klifurapi, og áður en maður veit af er búið að nota mann fyrir eitthvað klifurtré. Það var verið að sýna krakka að klifra á klifuvegg í sjónvarpinu um daginn, og þá sagði Skarphéðinn: "É vi gera þona", og byrjaði að reyna að klifra upp stofuvegginn....

Tuesday, April 10, 2007

Ég vissi það !

Þess vegna er hún svona ánægð blessunin.....



Monday, April 09, 2007

Bubbi og Bjarni frá Árósum voru í heimsókn um páskana



















Alltaf ferskir ..... :-)
Líka hér, þar sem þeir taka lagið Aldrig skall jag sluta älska dig - með Jonas Gardell súperhomma Svíþjóðar. Það er reyndar mest sungna lag í brúðkaupum í Svíþjóð, hér má sjá Gardell flytja það, in person....
Okkur Skarpa finnst það svo flott að við fáum bara gæsahúð af því.... :-)

Sunday, April 08, 2007

Gleðilega páska!

Gleðilega páska frá Skarpa!













Tuesday, April 03, 2007

Í Dýragarðinum í Skansen

Nokkrar myndir og vídeó frá Skansen.
















Elgur í nærmynd.
























































Og alveg búinn á því úti að borða í Gamla stan um kvöldið....

Bless bless snuddur!

Við Skarphéðinn fórum í dýragarðinn á Skansen um helgina með Davíð Funa og fjölskyldu. Það var merkileg ferð að því leyti að Skarphéðinn fór með allar snuddurnar sínar og gaf kettlingunum þær !!!! En það gera börnin hér í Stokkhólmi þegar hætta á með snuddurnar.

Kettlingarnir voru ekki heima (koma 1.maí!), en Skarphéðinn var ekkert ósáttur við það - enda er hann skíthræddur við bæði hunda og ketti.... :-)
Hann var ekki heldur ósáttur við að kveðja snuddurnar því hann hætti að nota þær síðasta sumar/haust, bara sisvona, hætti allt í einu að vilja þær.

Þetta var auðvitað fest á smá vídeó.

















Hér eru þeir frændur Skarphéðinn og Davíð Funi á leið í bæinn, að bíða eftir lestinni. Báðir með snuddur í hendi.






















Komin í Skansinn, stundin að renna upp.....


















Maður hefur nú átt ljúfar stundir með þeim þessum....

















Komnir að kattahúsinu. Greinilega nokkrir sem hafa verið þarna á ferðinni með snuddurnar sínar á undan mér.


















Vips! Þar fuku þær, búið og gert, og Skarphéðinn bendir þarna stoltur á snuddurnar sínar.





















Það er sko ordning och reda hjá þessum kettlingum, þeir raða snuddunum sem þeir fá eftir lit og gerð, og hengja uppí tré .... :-)

Monday, April 02, 2007

Davíð Funi frændi og ég....

Sunday, April 01, 2007

Heimsókn frá Íslandi



















Davíð Funi litli 2ja ára frændi minn er í heimsókn með fjölskyldunni sinni. Hér erum við að rölta í bænum.