Tuesday, April 03, 2007

Bless bless snuddur!

Við Skarphéðinn fórum í dýragarðinn á Skansen um helgina með Davíð Funa og fjölskyldu. Það var merkileg ferð að því leyti að Skarphéðinn fór með allar snuddurnar sínar og gaf kettlingunum þær !!!! En það gera börnin hér í Stokkhólmi þegar hætta á með snuddurnar.

Kettlingarnir voru ekki heima (koma 1.maí!), en Skarphéðinn var ekkert ósáttur við það - enda er hann skíthræddur við bæði hunda og ketti.... :-)
Hann var ekki heldur ósáttur við að kveðja snuddurnar því hann hætti að nota þær síðasta sumar/haust, bara sisvona, hætti allt í einu að vilja þær.

Þetta var auðvitað fest á smá vídeó.

















Hér eru þeir frændur Skarphéðinn og Davíð Funi á leið í bæinn, að bíða eftir lestinni. Báðir með snuddur í hendi.






















Komin í Skansinn, stundin að renna upp.....


















Maður hefur nú átt ljúfar stundir með þeim þessum....

















Komnir að kattahúsinu. Greinilega nokkrir sem hafa verið þarna á ferðinni með snuddurnar sínar á undan mér.


















Vips! Þar fuku þær, búið og gert, og Skarphéðinn bendir þarna stoltur á snuddurnar sínar.





















Það er sko ordning och reda hjá þessum kettlingum, þeir raða snuddunum sem þeir fá eftir lit og gerð, og hengja uppí tré .... :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home