Friday, December 29, 2006

Hvað er að vera Íslendingur?

Hallgrímur Helgason er með svör við því, rakst ég á í gömlu Fréttablaði á netinu.....
Ýmislegt til í þessu, en umfram allt er það fyndið ;-)

Að efast stöðugt um að maður vilji búa á Íslandi.
Að vera viðbúinn öllu, jafnvel eldgosi í garðinum.
Að sætta sig aldrei við veðrið.
Að sætta sig alltaf við verðið.
Að vera frekar byggja nýtt en varðveita gamalt.
Að fara aldrei í lengri mótmælagöngur en inn á klósett.
Að hætta að hvetja landsliðið um leið og það fær á sig mark.
Að bíða aldrei óbölvandi í röð.
Að búa í „Íslendinganýlendu“ erlendis en líta „nýbúagettó“ hornauga.
Að eiga alltaf „það nýjasta“.
Að vantreysta menntuðu fólki.
Að líta niður á heimsfrægt fólk.
Að vorkenna fólki af öðru þjóðerni fyrir að vera af öðru þjóðerni.
Að sýna drukknu fólki tillitssemi.
Að vera frjálslyndur gagnvart frávikum mannlífsins.
Að upphefja einbúa og skringimenn.
Að telja vinargreiða ekki til spillingar.
Að dást að yfirmönnum með yfirgang.
Að fyrirgefa hátt settum karlmönnum allt nema leiðindi.
Að taka ekki mark á konum yfir fertugu.
Að trúa á íslenska lagið í Eurovision allt til loka talningar.
Að halda ræður í afmælum.
Að reyna að hnoða saman vísu.
Að ganga á sokkaleistum innandyra.
Að fara á inniskóm út á lífið.
Að svara persónulegum tölvupóstum í vinnutíma.
Að enda illt umtal með hrósi: „Eins og þetta er nú fín stelpa.“
Að kunna að forðast óvini í margmenni.
Að ræða við óvin í bróðerni sé ekki undan honum komist.
Að lækka í sjónvarpinu þegar gestir koma.
Að vera stoltur af því hversu bíllinn er mikið keyrður.
Að gorta sig af hraðakstri milli landshluta.
Að geta alltaf séð bílinn sinn úr stofuglugganum.
Að hlýða ekki skiltum sem á stendur „LOKAГ.
Að bera virðingu fyrir góðum sögumönnum.
Að koma lífi sínu á prent.
Að skipta partýum í karlahorn og kvennahorn.
Að kynna sig í miðju samtali.
Að spjalla áfram frammi í anddyri eftir að formlegri kveðju er lokið.
Að gefa sig á tal við ókunnuga landa í útlöndum.
Að breyta um karakter um leið og komið er út úr landhelgi.
Að vera ein stór fjölskylda.
Að hefja daginn á því að kveðja þá landa sem létust í gær.


Eða hvað finnst ykkur....? Einhverjar hugmyndir...?

Wednesday, December 27, 2006

Slappe av....








































Jólunum var annars eytt í afslöppun og lestur góðra bóka.....

Jólin!




















Jólasveinninn kom á aðfangadag. Og hræddi líftóruna úr Skarphéðni..... ;-)

Sunday, December 24, 2006

Gleðileg jól!




















Við Skarphéðinn (lélegasta fyrirsæta í heimi - amk. þegar það er allt fullt af jólapökkum), Hrefna, Halldóra og Freyr óskum ykkur gleðilegra jóla !!! :-)


Saturday, December 23, 2006

Piparkökuhús


Já, piparkökuhús var skreytt og sett saman....









































Og je minn hvað það var erfitt að láta allt nammið á því vera....

Friday, December 22, 2006

Jólatréð skreytt.....

Wednesday, December 20, 2006

Leikskólaföndur


Skarphéðinn er búinn að koma heim með föndur úr leikskólanum alla vikuna. Hér er hann með piparköku sem hann málaði - fékk smá örvæntingarkast þegar hann sá hnútinn á bandinu, en það lagaðist allt þegar hann var fullvissaður um að það kæmi ekki að sök.....

























Þarna er "snjókarl", föndraður úr krep pappír (pappír sem hefur kreperað). Hægt að hengja upp og allt (kominn upp á vegg. As we speak).

Monday, December 18, 2006

Litlu jólin


Litlu jólin voru haldin heima hjá Helene um helgina. Með hrísgrjónagraut og jólapökkum. Af því hún verður í Kanada um jólin, svo við getum ekki komið til hennar í hrísgrjónagraut í hádeginu á aðfangadag....

Skarphéðinn (jólasveinn) var mjög ánægður með þetta uppátæki.

Sunday, December 17, 2006

Í pössun...


Þau gömlu (við Freyr) brugðu sér úr húsi um helgina. Hrefna og Per pössuðu Skarphéðinn. Sem fannst það nú ekki leiðinlegt, ís og horft á teiknó að vild....





















Þið sem eigið unglinga; ekki skilja myndavélina eftir eftirlitslausa heilt kvöld, þá fyllist hún af svona myndum....


Wednesday, December 13, 2006

Lúsíuhátíð


















Lúsíuhátíðin í Svíþjóð er semsagt í dag 13. des., og í gær var þetta haldið hátíðlegt í leikskólanum hans Skarphéðins. Santa lucia er kaþólskur dýrlingur, og af einhverjum merkilegum ástæðum hefur þetta dæmi skotið mjög föstum rótum í Svíþjóð, er stór hátíð. Fyrir mörgum er þetta upphaf jólahaldsins, og einnig boðberi ljóssins, þ.e. að daginn fer að lengja aftur. Venjulega er það ein lúsía sem gengur fremst í hvítum búning með rauðan mittisborða og kerti á höfðinu, en hérna á leikskólanum voru sko margar lúsíur - eiginlega allar stelpurnar.... ;-) "Þernurnar" ganga svo á eftir lúsíunni með kerti í hönd (hér batterídrifin kerti), og svo stjärngossar (stjörnustrákar). En hér voru flestir strákarnir í jólasveinabúning, nokkrir í piparkökukallabúning. Þetta er soldið einsog litlu jólin heima, og allir foreldrar (og margar ömmur og afar) koma að sjá börnin sín í þessu. Mjög hátíðlegt og flott.

Krakkarnir komu syngjandi Santa lúsía, og stilltu sér svo upp og sungu jólalög. Allir voru mjög duglegir (nema einn strákur sem var alveg í pati og kallaði Dumma mamma ! allan tímann.... (sem betur fer ekki Skarpi)), og allir stóðu stilltir og enginn hljóp til mömmu eða pabba.

Mogginn er greinilega líka með þetta á hreinu; sjá hér.
















Þetta var haldið úti, og hér kemur hersingin út, syngjandi Santa lucia, myndatökur og flass frá ca. 50 foreldrum, einsog súpermegakvikmyndastjörnur séu að stíga á svið.... ;-)
















Það glittir í Skarphéðinn þarna á bakvið lúsíuna vinstra megin (maður sá sko varla af hverju maður var að taka myndir - hélt myndavélinni bara á lofti og smellti - á milli þess sem ég gægðist í gegnum foreldramergðina). En Skarphéðinn var sá eini sem ekki var í búning....! (Allir foreldrarnir hafa örugglega hugsað sem svo að þessir Íslendingar fatti ekki neitt!). Við vorum búin að kaupa jólasveinaföt sérstaklega fyrir þetta, extra stór sem hann kemst í yfir útifötin (á sko önnur heima sem passa sem "innijólasveinaföt" - gott að vera við öllu búinn). En svo héngu þau bara í fatahenginu í poka, fóstrurnar höfðu ekki "fundið" eða "fattað að hann væri með" þau.....?????!!!?? Var skýringin sem var gefin. Mjög leiðinlegt, en hann fattaði þetta líklegast ekkert sjálfur, og var allavega með jólasveinahúfuna fínu ;-).

Svo fengu allir kaffi eða djús og piparkökur og lussebullar á eftir, Mmmmm....


Sunday, December 10, 2006

Mér sýnist jólin vera á næsta leiti....





















Allavega er Freyr búinn að kaupa jólasveinabúning - og jólasveinapakkapoka.....! Talandi um að taka hlutverk sitt sem jólasveinn í fyrsta skiptið alvarlega...!! Fyrir einn lítinn orm; hann Skarphéðinn.

Wednesday, December 06, 2006

Málað á piparkökurnar....























Málað á kökurnar og sleikt jafnóðum af (má bjóða ykkur sleiktar piparkökur?). Nú eða bara sleikt beint úr túpunni.
Mikið gaman, mikið fjör....























Mmmmm..... Sleiktar piparkökur.

Monday, December 04, 2006

Piparkökubakstur!




















Nú er Skarphéðinn orðinn svo stór, að hann er farinn að panta piparkökubakstur sjálfur: "Bakapikaköku - bakapikaköku" ;-). Gaman að því !! Þegar hann er orðinn svona sjálfstæður og ákveðinn ungur maður, og farinn að upplifa jólin og hafa gaman af öllu sem því fylgir. Svo við fórum útí búð og keyptum piparkökudeg (sem er jú alveg brilljant uppfinning), og bökuðum nokkrar piparkökur - undir bullandi jólamúsík af Létt Bylgjunni í beinni á netinu. Fórum svo í heimsókn til Rúnu Lóu (eða Róu einsog Skarphéðinn segir) vinkonu hans Skarpa með nokkrar piparkökur.

Svo erum við líka búin að drösla öllu jóladótinu niður ofan úr geymslu, og komin jóla- eða aðventuljós í annan hvern glugga - liggur við. Sáum að þetta mátti bara alls ekki bíða lengur þegar allir í götunni voru komnir með jóladót og ljós all over - nema við og múslímarnir á horninu....
Enda kominn fyrsti í aðventu.