Daman
Daman er væntanleg í byrjun júlí. Já - einsog Skarphéðinn (nei mamman er samt ekki með fengitíma 1x á ári).
Skarphéðni fannst það fyrst í stað þvílík fjarstæða að það væri barn inní maganum á mömmu að hann rak alltaf upp roknahlátur þegar málið bar á góma og sagði; Neeheeiiiii, Ekki barn - bara matur!
En nú er hann hættur að afneita þessu - líklegast sér hann núorðið sjálfur að ólíklegt sé að svo mikið hafi mamma troðið í sig af kjötbollum - og meðlæti. Þá brást hann strax við og bauð litlu systur að sofa í sínu rúmi, og er búinn að tína til ýmislegt dót sem hann ætlar að gefa henni, einsog t.d. gamlan spilastokk sem vantar ca. 1/3 í, og ýmislegt fleira. Og er bara almennt glaður með ástandið. Búin að ákveða hvað hún á að heita og svona; Agnes, einsog litla systir Tilde á leikskólanum (flestir hinir vinir hans eiga litla bræður, og hann sér náttúrulega að þó það séu litlu-systkinanöfn eru það strákanöfn og ganga því ekki).
Mest spenntur er hann samt yfir því að fá loksins vonandi svona "systkinapall" aftan á barnavagninn sem stóra systkinið stendur á. Flestir vinir hans aka nefnilega um á svoleiðis, til og frá leikskólanum. Mamman keyrir litla systkinið í vagninum, og þeir standa sjálfir á pallinum flotta.
:-)