Sunday, December 23, 2007
Friday, December 21, 2007
Jólastemmning?
Já, maður er ekki beint að drukkna í jólalögunum í útvarpinu hér í Sverige.
En þá er bara að hlusta á Léttbylgjuna á netinu, BARA spiluð jólalög á þeim bænum:
Léttbylgjan, klikka á "Hlusta í beinni á léttbylgjuna " efst til hægri.
Wednesday, December 19, 2007
Saturday, December 15, 2007
Lúsíuhátíðin
... er stærsta hátíðin í leikskólanum (13.des). Krakkarnir eru búin að vera að æfa jólalög síðan í haust, og þetta er voooða spennandi. Allar stelpurnar vilja vera lúsíur (með kerti á höfði og rauðan mittisborða) og flestir strákarnir eru jólasveinar eða piparkökukallar.
Á Svampskogens förskola hjá Skarphéðni byrjar showið klukkan nákvæmlega 15.00. Þá stendur skarinn af foreldrum á bakvið reipi (sem er sett til að æstur múgurinn/foreldrarnir) ryðjist ekki inná "sviðið". Allir með myndavélar og vídeóvélar á lofti. Svo kemur krakkahersingin gangandi út (í búningunum utanyfir úlpurnar!), syngjandi Santa lúsía, hver með sínu nefi, stillir sér svo upp og syngur nokkur jólalög í viðbót - undir vídeóupptökum og myndavélaflössum foreldra og ömmu og afa.
Svo fá allir saft og piparkökur og lussebullar.
Skarphéðinn var jólasveinn í ár - einsog í fyrra. Mest ánægður með batterískertið sem var keypt fyrir tilefnið :-).



Tuesday, December 11, 2007
Skór fyrir jóla - nú eða Skarphéðinn
Við fórum á jólaglögg og barnastarf Íslendingafélagsins á sunnudaginn var. Þar föndraði Skarphéðinn skó til að setja útí glugga fyrir jólasveininn. Við gerðum tvenna skó - og Skarphéðinn er mjög ánægður með þá. Sérstaklega hvað þeir passa vel. En þetta með að setja þá útí glugga..... er ekki alveg komið á hreint hjá honum.....
En þeir passa allavega fínt :-)
Tuesday, December 04, 2007
Monday, December 03, 2007
Aðventan
Mmmm.... múmínpiparkökur.
Amma og afi voru í heimsókn um helgina og færðu Skarphéðni múmínálfapiparkökuform frá Helsinki. Það voru að sjálfsögðu bakaðar múmípiparkökur um helgina.
Og kveikt á fyrsta aðventuljósinu. Sem mamman keypti um daginn, á Buy nothing deginum.... hjá henni var því miður buy something dagur einmitt þann dag, hún missti víst alveg af þessu hinu þarna... :-s