Tuesday, January 31, 2006

Loksins gaman í baði


Mér er loksins farið að þykja gaman í baði (aftur). Fyrir stuttu síðan gólaði ég bara ef ég var settur í bað, en núna væli ég þegar ég er tekinn uppúr baðinu !
Svona er maður nú vitlaus / sniðugur.... :-)
Sulli sulli sulli...
- Í sama bala og Hrefna sullaði í á Rauðarárstígnum - loong time ago !!! Væri gaman að grafa upp mynd af henni í honum :-) (held hún yrði nú ánægð með það - eða þannig).


Hey....!! Posted by Picasa


Hættu að skipta þér af pabbi!!!!
Og ekki hella meira á mig.

Sunday, January 29, 2006


Eg er sko farinn ad fara sjalfur og aleinn upp og nidur stigana !!!! Posted by Picasa


Og svo nota eg stola til ad komast uppi hillur eda bord til ad na i thad sem mig vanhagar um..... :-) Posted by Picasa


Eg skal eg skal eg skal komast uppa stol... Posted by Picasa


Posted by Picasa


Ekkert er lengur óhult fyrir mér..... Ég næ í allt sem mig langar í. Einsog penna. Eða varalit. Eða síma.


Hallo.... Posted by Picasa

Monday, January 23, 2006



Þið sem ekki eruð enn búin að útvega ykkur almanak fyrir árið - og viljið styrkja gott málefni, þá selur Þroskahjálp falleg almanök með grafíklistaverkum - og hefur gert í mörg ár. Almanökin kosta 1.500 Iskr. eru send hvert á land /lönd sem er - án kostnaðar. Þau má t.d. greiða með gíróseðli eða með því að leggja inná reikning hjá samtökunum.

Mamma hefur styrkt þessi samtök og hefur sent mér svona almanak í mörg ár, og nú fannst mér svo tómlegt að hugsa til þess að hafa ekkert svona almanak hangandi hjá mér...... þannig að ég sendi þeim póst og keypti mér sjálf almanakið - og eitt líka fyrir Fríðu systur.

Saturday, January 21, 2006



Núna er allt á kafi í snjó hjá okkur, og búið að vera snjókoma og skafrenningur síðustu daga - eins og maður man eftir á Íslenskum vetrum þegar maður var lítill. Skarphéðni finnst gaman að vera úti á sleða - ekki svo mikið að renna sér niður brekku þó - bara á jafnsléttu :-). En snjófok í andlitið fer samt í taugarnar á litlu pempíunni....

Friday, January 20, 2006


Sjáiði þessi flottu snuð sem þær Erla og Vera sendu okkur fyrir jólin - í þessum sæta kassa !!!
Engin hætta á að einhver taki þau í missgripum þar sem það stendur skýrum stöfum á þeim hver á þau. Snuðin eru keypt hér.

Sunday, January 08, 2006

Skarphéðinn er 1 1/2 árs í dag


Skarphéðinn varð 1 ½ árs þann 8.jan - dóri drákurinn......!!!

Í 1 ½ árs skoðuninni reyndist hann vera rúm 11 kíló og 82 cm, sem er eitthvað um meðaltalið minnir mig, og heldur alveg sinni kúrfu. Hann er kominn með fullan munn af tönnum (framtennurnar 8, og 4. jaxlinn á leiðinni) og er mjög duglegur að borða – sérstaklega fyrri part dags. Borðar hafragraut á við hest á morgnana – algjört hafragrautsmonster...! Heimtar nóg af sultu útá grautinn (það er sænsk lenska), og vill helst fá hana beint í skeiðina bara.....

Síðan er hann farinn að fara sjálfur upp og niður stigana heima hjá okkur, og finnst það mikið sport. Síðan elskar hann að bögglast um uppí rúmi og kitlast og knúsast, og það er ekki laust við að það sé einhver púkí í honum sem finnst gaman að stríða.... J Hmmm, mamma þekkir það reyndar líka. Og honum finnst mikið gaman að skoða bækur, og er mjög áhugasamur um bíla, lestir og önnur farartæki, ruslabíllinn er t.d. æðislegur! Skemmtilegt af öllu er þó að sulla í vaskinum, hann sér sjálfur um að draga stóla þar að til að ná upp og komast í bolla og dótarí að “vaska upp”.... Síðan er líka vinsælt að veita bara alla “almenna aðstoð” í eldhúsinu, við matargerð t.d., brauðsmurninga og annað. Ef maður stendur við eldhúsbekkinn getur maður verið viss um að það heyrist fljótlega stóll dregin þar að og.... litla monsterið er mætt - svo maður verður að passa alla hnífa og verðmætari brothætta hluti o.s.frv.....

Svo er mjög skemmtilegt líka að vera úti, þó það sé núna svo kalt að maður verði að vera dúðaður í kuldagallanum og geti varla hreyft sig.... Eitt er reyndar hundleiðinlegt, og það er að fara í bað. Þá er gólað allan tímann (!!). Og ef maður spyr piltinn “viltu koma í bað?” stendur ekki á svari: Nei! Hann skilur flest að því að manni finnst, en er ekki farinn að tala mikið – Nei, er enn vinsælasta orðið..... Um daginn sagði pabbi hans við hann: Ætlarðu ekki að fara að tala meira Skarphéðinn ? Það stóð ekki á svari: NEI.

Stundum koma tímabil þar sem allt er ómögulegt hjá honum, og það er bara legið í gólfinu og vælt.... En þar fyrir utan er hann auðvitað svooo yndislegur og frábærastur og bestur.... :-) Lætur mann brosa og líða vel á hverjum degi. Er svo mjúkur og sætur og knúsilegur og krúttlegur og góður....

Allt vesen gleymist þegar maður kemur heim og sér þennan litla kubbótta mjúka og brosandi orm ....:-) Já, hann Skarphéðinn Arnar er einstakur – ég hef vitað það lengi, en fékk það líka nýlega staðfest HÉR - að hann væri sko World Wide Unique !!!


Er kominn með fullan munn af tönnum! (eða allavega 12... :-) ).


Skarpageifla... :-)


Ég er svooooona stór (samt doldið lítill!!)


Stundum vil ég bara fíflast eitthvað. Hér er púkasvipurinn minn...

Friday, January 06, 2006

Afmæli!


Hun a afmaeli i dag !! Ja, pian hun Hrefna er 17 ara i dag. Hun fekk - ad svenskum sid - koku og afmaelissong (fyrst a islensku, svo a saensku!) i rumid. Skarphedinn hjalpadi til med allt saman. Posted by Picasa


Eftir ad sungid hafdi verid fyrir afmaelisbarnid forum vid nidur (thar sem pakkarnir bidu!) og bordudum morgunmat - og tertu.
Frökenin var mjög ánægð með þetta allt, hafði orð á að fleiri dagar mættu byrja svona.

Monday, January 02, 2006

Gleðilegt nýtt ár!



Gleðilegt nýtt ár elskurnar, og veriði nú góð hvort við annað á nýja árinu. Takk fyrir allt gamalt og gott!

Sunday, January 01, 2006


Gamlárskvöld. Skarphéðinn bað okkur í guðanna bænum ad vera ekki med þessi stjörnuljós uppi i fésinu a honum....


Veisla dag eftir dag. Borðuðum kalkún, sweet potatoes og allt tilheyrandi eftir uppskrift frá Unni á gamlárskvöld - Mjög gott. Fengum senda spes kalkúnakryddblöndu úr tilraunaeldhúsi "Bezt á lambið" - sem by the way er mest selda krydd á Íslandi í dag.... Hún var algjört æði.