Skarphéðinn er 1 1/2 árs í dag
Skarphéðinn varð 1 ½ árs þann 8.jan - dóri drákurinn......!!!
Í 1 ½ árs skoðuninni reyndist hann vera rúm 11 kíló og 82 cm, sem er eitthvað um meðaltalið minnir mig, og heldur alveg sinni kúrfu. Hann er kominn með fullan munn af tönnum (framtennurnar 8, og 4. jaxlinn á leiðinni) og er mjög duglegur að borða – sérstaklega fyrri part dags. Borðar hafragraut á við hest á morgnana – algjört hafragrautsmonster...! Heimtar nóg af sultu útá grautinn (það er sænsk lenska), og vill helst fá hana beint í skeiðina bara.....
Síðan er hann farinn að fara sjálfur upp og niður stigana heima hjá okkur, og finnst það mikið sport. Síðan elskar hann að bögglast um uppí rúmi og kitlast og knúsast, og það er ekki laust við að það sé einhver púkí í honum sem finnst gaman að stríða.... J Hmmm, mamma þekkir það reyndar líka. Og honum finnst mikið gaman að skoða bækur, og er mjög áhugasamur um bíla, lestir og önnur farartæki, ruslabíllinn er t.d. æðislegur! Skemmtilegt af öllu er þó að sulla í vaskinum, hann sér sjálfur um að draga stóla þar að til að ná upp og komast í bolla og dótarí að “vaska upp”.... Síðan er líka vinsælt að veita bara alla “almenna aðstoð” í eldhúsinu, við matargerð t.d., brauðsmurninga og annað. Ef maður stendur við eldhúsbekkinn getur maður verið viss um að það heyrist fljótlega stóll dregin þar að og.... litla monsterið er mætt - svo maður verður að passa alla hnífa og verðmætari brothætta hluti o.s.frv.....
Svo er mjög skemmtilegt líka að vera úti, þó það sé núna svo kalt að maður verði að vera dúðaður í kuldagallanum og geti varla hreyft sig.... Eitt er reyndar hundleiðinlegt, og það er að fara í bað. Þá er gólað allan tímann (!!). Og ef maður spyr piltinn “viltu koma í bað?” stendur ekki á svari: Nei! Hann skilur flest að því að manni finnst, en er ekki farinn að tala mikið – Nei, er enn vinsælasta orðið..... Um daginn sagði pabbi hans við hann: Ætlarðu ekki að fara að tala meira Skarphéðinn ? Það stóð ekki á svari: NEI.
Stundum koma tímabil þar sem allt er ómögulegt hjá honum, og það er bara legið í gólfinu og vælt.... En þar fyrir utan er hann auðvitað svooo yndislegur og frábærastur og bestur.... :-) Lætur mann brosa og líða vel á hverjum degi. Er svo mjúkur og sætur og knúsilegur og krúttlegur og góður....
Allt vesen gleymist þegar maður kemur heim og sér þennan litla kubbótta mjúka og brosandi orm ....:-) Já, hann Skarphéðinn Arnar er einstakur – ég hef vitað það lengi, en fékk það líka nýlega staðfest HÉR - að hann væri sko World Wide Unique !!!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home