Friday, September 30, 2005
Fimm tilgangslausar staðreyndir um mig
Við Skarpó höfum verið klukkuð af Erlu í leik þar sem maður á að telja upp 5 tilgangslausar staðreyndir um sjálfan sig.
Hér er listi Skarphéðins:
1. Ég er sjúkur í tannbursta. Því stærri því betri, batterísdrifnir eru í uppáhaldi. bara til að halda á, eða sjúga soldið.
2. Hárið á mér stendur allt útí loftið aftan á hnakkanum, stundum er það soldið krullað, en oftast bara einsog hænurass.
3. Ég fer að hlæja ef fólk horfir á mig með reiðum svip.
4. Neglurnar á mér eru flatar, ekki kúptar.
5. Ég er með ör á hausnum eftir að það var skorið í mig við keisaraskurðinn.
Og að lokum - þó það séu komin 5.....
6. Ég elska rúsínur, ís, að sulla í vatni, að labba í stigum, að róla, og svo er ég eitthvað ferlega hrifinn af skóm.
Við klukkum hér með Hjöddu frænku á blogginu, og svo ekki bloggarana Hrefnu, Per (má skrifa á sænsku) Frey, Helenu, Unni J., Sóley, Stínu, Röggu og Jónu sem geta skrifað sína tilgangslausu punkta hér sem komment.... :-)
Sjáumst síðar - nú er smá Íslands-sýnatökuferð hjá mér (Halldóru) framundan.
chiao!
Sunday, September 25, 2005
Saturday, September 17, 2005
Monday, September 12, 2005
Þá eru báðar rúsínubollurnar mínar komnar með húfu fyrir veturinn. Heimaprjónaðar Nota Bene! Svo nú er bara að bíða eftir að það fari að kólna - NOT!..... :-) Við erum sko alveg að fíla þessa veðurblíðu og 20 stiga hita sem er búinn að vera hér undanfarið.
Húfan hennar Hrefnu heitir Devils hat og er úr bókinni Stitch´n bitch, með djöflaeyrum og djöflaskotti á böndunum.... :-) . Uppskriftina er líka að finna á netinu, hér er sú síða. Skarpó húfa er úr s.k. regnbogagarni sem ég féll fyrir fyrir löngu síðan á bæjarrölti með Helenu og Unni hér í Stokkhólmi. Prjónaði húfu úr garninu, var að spá í að gefa Stefáni litla (Stínu og Hjölla) hana, en við mátun kom í ljós að húfan var alltof grunn (enda hafði ég þá engann svona lítinn haus heima til að máta á!), svo ekkert varð úr því. Breytti húfunni nýlega, svo hún smellpassar nú á Skarphéðinn.
Ég frétti annars frá Össa bróður að það er ekki þverfótað í Reykjavík fyrir Clint Eastwood þessa dagana, æ æ ....... :-)
Thursday, September 08, 2005
Ég geri eins og mamma - þefa af rósunum.... :-)
Já, og svo er ég 14 mánaða í dag !!!
Stóri strákurinn. Orðinn svo duglegur. Er í aðlögun á nýja leikskólanum mínum þar sem ég ætla að vera 3-4 daga í viku í vetur. Reyndar er ég bara svona semi-hress með það, og græt alltaf þegar ég er skilinn þar eftir.... :-( En það stendur ekki lengi (15 sekúndur ca.). Ég mæti í leikskólann kl. 8.30 og borða þá morgunmat - og í leikskólanum borða ég sko sjálfur! (einsog sést á fötunum mínum þegar ég er sóttur. Svo leik ég við krakkana, fyrst inni, svo úti. Ég sef svo úti í vagninum mínum frá ca. 11-12.30, þá fæ ég hádegismat, og síðan er ég sóttur um kl. 13 og fer heim :-).
Þegar ég kem heim leik ég með dótið mitt; stóri bíllinn minn sem Jóna og Siggi gáfu mér í eins árs afmælisgjöf er til dæmis mjög vinsæll, eða ég kubba, skoða bækur, eða bara bagsa eitthvað í eldhúsinu eða eitthvað. Svo fer ég alltaf af og til útí garð, þar er skemmtilegast að leika með bolta, sulla í krananum og vatninu í könnunni, reyna að príla uppá eitthvað eins og til dæmis uppá borð, sem ég má alls ekki! Svo finnst mér líka hrikalega spennandi að sleppa inní geymslu þar sem ýmis konar dót er - einsog grasklippur, blómapottar, bíldekk, mold og verkfæri.... Seinni partinn er ég síðan alveg búinn á því og sofna fljótlega eftir kvöldmatinn eða um kl. 19. 30 - og vakna svo sprækur næsta morgunn kl. 7 - eða fyrr......
Ég passa annars alveg ennþá í þessa peysu sem mamma prjónaði þegar hún var ólétt - og er jafnsætur í henni.... :-) . Henni er ég búinn að vera í frá því ég fæddist, hún stækkar bara með mér!
Sunday, September 04, 2005
Stína og fjölskylda eru búin ad vera á ferð her i Sverige, að versla inn fyrir verslunina sína CUL8R (See you later), og i fríi. Stína, Stefán og Vala komu í heimsókn til okkar í Vallentuna, hér er mynd af þeim blómarósunum Stínu og Völu (1 1/2 árs).
Kíkið endilega á netverslunina þeirra, þar er fullt af mjög skemmtilegum vörum ! Og ýmsar nýjungar munu bætast við eftir þessa Svíþjóðaferð..... :-)