Saturday, December 27, 2008
Wednesday, December 24, 2008
Monday, December 22, 2008
Friday, December 19, 2008
Sunday, December 14, 2008
Waldorfdúkka
Ég bara varð að kaupa þennan sæta kjól hjá henni Lóu í Ecoloco... Enda búin að prófa hann og finna hvað hann er yndislega mmmjúkur einsog kandífloss, sætur einsog sykursnúður, krúttlegur einsog kanína, og bleikur einsog beibírass....
(Og hún Unnur Sóldís er einsog Waldorfdúkka í þessum fötum!)
Og.... hann er á 25% afslætti í dag :-)
En hún Lóa er með svo sniðugt jóladagatal, ný lúga opnast á hverjum degi og það sem leynist í henni er á 25% afslætti þann daginn.

Saturday, December 13, 2008
Systkinin leika saman
Unnur Sóldís er bara 5 mánaða, en það er samt hægt að leika smá með henni... :-)
Friday, December 12, 2008
Thursday, December 11, 2008
Lúsíhátíðin...
... var haldin í leikskólanum hans Skarphéðins í dag. Annars er hún 13.des (á sunnudaginn). Þetta er alltaf jafkrúttlegt... allar stelpurnar vilja vera lúsían - þannig að það eru margar - og ekki bara ein :-). Og strákarnir stjärngossar eða jólasveinar eða piparkökukallar...
Skarpó var jólasveinn :-)
Tuesday, December 09, 2008
Unnur Sóldís 5 mánaða
Jæja þá er litla skvísan orðin 5 mánaða!! Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt....
Orðin 6 kíló og 62 cm - sem er frekar pent. Enda er hún fíngerð dama - þessi elska.
En hún er orðin svooo mannaleg. Núna getur hún haldið á og "leikið" með dót - og allt fer beina leið uppí munninn - auðvitað :-). Tekur öllu dóti opnum örmum sem maður réttir henni, og finnst allir hlutir svaka spennandi. Og svo slefar hún og slefar og slefar... alltaf með smekk á bringunni svo hún sé ekki blaut í gegn. En engar tennur samt á leiðinni.
Og hún er farin að velta sér - af bakinu á magann !! En ekki öfugt :-). Fer að kvarta þegar hún verður þreytt á maganum - því hún getur ekki velt sér til baka.
Og hún er svakalega brosmild og kát - það þarf ekki annað en að líta á hana þá fær maður þvílíka fallega brosið sem gæti brætt... ísjaka. Hún er mjög róleg, sefur allar nætur, og er yfirleitt bara róleg og glöð. Hún sefur lengi úti í vagni fyrripart dags, stundum sefur hún aftur úti seinni partinn, eða hvílir sig inni. Á kvöldin er hún afturámóti meira vakandi og vill vera "með" :-). Þessi blessaða prjónabók hefði nú aldrei getað orðið að veruleika nema fyrir hvað þessi dama er ofsalega róleg og góð
Já, hún er ótrúlega yndisleg og mikill gleðigjafi, þessi gullmoli okkar....
Æðisleg.
Monday, December 08, 2008
Prjónabókin mín !!!
Já Prjóniprjón - skemmtilega prjónabókin er komin út :-)!! Löng törn að baki - og ég er mjög glöð.... Með að þessi draumur okkar Röggu skyldi verða að veruleika, með hvað bókin hefur fengið góðar viðtökur (er að verða uppseld! en dont worry við prentum meira :-)).... og með hvað bókin er fín og flott.... Miklu flottari og 100x skemmtilegri en "hin" bókin mín... þessi með langa titlinum - sem engin les... :-) Doktorsritgerðin.
:-)
Ef ég ætti að þakka einhverjum - öðrum en Röggu - að þessi bók varð að veruleika, er það hún Unnur Sóldís hin yndisfríða. Hún er svo róleg og góð og sefur svo vel útí vagni á morgnana, þannig að ég get þá unnið smá.
Annars reyni ég að passa uppá að vera ekki að stressa mig á öllu mögulegu sem "þarf" að gera þegar hún er vakandi - heldur bara að reyna að "njóta hennar"....
Og Hrefna er líka búin að vera mjög dugleg að hjálpa, alltaf tilbúin að vera sæta prjónafyrirsætan, og að hjálpa mér að taka myndir og að fótósjoppa þær. Og jú að hjálpa til með litlu sys þegar var að gera bókina í tölvunni (í piratútgáfunni af layoutforritinu....! - þetta er náttúrulega low budget verkefni dauðans...).
Meira um prjónabókarbeibíið okkar má lesa á Prjóniprjón-blogginu.
Hér fyrir neðan er mynd af vinnuaðstöðu smábarnamömmunnar og prjónabókaútgefandans síðustu dagana fyrir prentun - hver mínúta nýtt....!