Monday, December 08, 2008

Prjónabókin mín !!!

Já Prjóniprjón - skemmtilega prjónabókin er komin út :-)!! Löng törn að baki - og ég er mjög glöð.... Með að þessi draumur okkar Röggu skyldi verða að veruleika, með hvað bókin hefur fengið góðar viðtökur (er að verða uppseld! en dont worry við prentum meira :-)).... og með hvað bókin er fín og flott.... Miklu flottari og 100x skemmtilegri en "hin" bókin mín... þessi með langa titlinum - sem engin les... :-) Doktorsritgerðin.
:-)

Ef ég ætti að þakka einhverjum - öðrum en Röggu - að þessi bók varð að veruleika, er það hún Unnur Sóldís hin yndisfríða. Hún er svo róleg og góð og sefur svo vel útí vagni á morgnana, þannig að ég get þá unnið smá.
Annars reyni ég að passa uppá að vera ekki að stressa mig á öllu mögulegu sem "þarf" að gera þegar hún er vakandi - heldur bara að reyna að "njóta hennar"....
Og Hrefna er líka búin að vera mjög dugleg að hjálpa, alltaf tilbúin að vera sæta prjónafyrirsætan, og að hjálpa mér að taka myndir og að fótósjoppa þær. Og jú að hjálpa til með litlu sys þegar var að gera bókina í tölvunni (í piratútgáfunni af layoutforritinu....! - þetta er náttúrulega low budget verkefni dauðans...).

Meira um prjónabókarbeibíið okkar má lesa á Prjóniprjón-blogginu.

Hér fyrir neðan er mynd af vinnuaðstöðu smábarnamömmunnar og prjónabókaútgefandans síðustu dagana fyrir prentun - hver mínúta nýtt....!


0 Comments:

Post a Comment

<< Home